Lyftingar
stjarnan-header-1
Lyftingar
Gildi3

Stjarnan Íslandsmeistarar karla í klassískum kraftlyftingum

Keppnislið Stjörnunnar er Íslandsmeistari karla 2015 í klassískum kraftlyftingum.

Mótið var haldið á Seltjarnarnesi laugardaginn 3.okt og Stjarnan eignaðist hvorki meira né minna en 4 Íslandsmeistara, eitt silfur og eitt brons.

Þeir Dagfinnur Ari, Jón Sævar, Gunnar Gylfason og Tindur Jónsson gerðust allir Íslandsmeistarar hver í sínum þyngdarflokk. Dagfinnur setti Íslandsmet í öllum greinum, Jón í bekk og réttstöðu og Tindur í bekk, réttstöðu og samanlögðum árangri.

Þar að auki náði Aron Friðrik silfri og setti Íslandsmet í hnébeygju, Hjalti Gunnlaugur náði bronsi og Muggur Ólafsson var með 4.sæti í sínum flokk en þetta var jafnframt hans fyrsta mót.

Það er nokkuð ljóst að mikill andi er yfir Garðinum um þessar mundir og menn stórhuga varðandi framtíðina.

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer