Körfubolti
stjarnan-header-1
Karfa
Gildi3

Dagur skrifar undir hjá St. Francis College

Dagur Kár Jónsson, varafyrirliði Stjörnunnar, hefur skrifað undir samning við St. Francis College í Bandaríkjunum. Dagur mun leika með Stjörnunni út tímabilið en síðan halda til New York.

Dagur Kár er fyrsti uppaldi leikmaður Stjörnunnar sem gerir samning við Division 1 háskóla. Dagur hefur alla tíð leikið með Stjörnunni. Hann varð Íslandsmeistari með 1995 árganginum tvisvar. Liðið náði einnig frábærum árangri á Scania Cup árið 2011, en Scania Cup má kalla norðurlandamót félagsliða. Þar endaði liðið í 2. sæti og var Dagur langstigahæsti maður mótsins.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Dagur lengi leikið stórt hlutverk í meistaraflokki félagsins. Hann hefur spilað afar vel það sem af er tímabili og staðið sig vel sem einn af leiðtogum liðsins.

Stjarnan óskar degi að sjálfsögðu innilega til hamingju með þennan flotta áfanga.

SKÍNI STJARNAN

 

dagur undiskrift

Iðkendur

SkraIdkanda

Körfubolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer