Körfubolti
stjarnan-header-1
Karfa
Gildi3

Kvennaliðið í æfingaferð

Kvennaliðið hélt á Suðurlandið í æfingaferð þar sem þær öttu kappi við Hamar á föstudagskvöldið. Leikurinn var ágætlega spilaður af báðum liðum en hann var mjög jafn. Hamar hafði þó að lokum nauman sigur 67-61. þar sem erlendur leikmaður þeirra skoraði 32 stig. Hjá okkur var Bryndís Hanna með 25 stig , Helga Þorvalds var með 12 stig , Bára og Eva María 8 stig hvor en aðrar minna. 

Eftir leik var haldið í sumarhús í Minniborgum þar sem við grilluðum okkur borgara, fórum í skemmtilega spurningarkeppni og stúlkurnar nýttu sér að sjálfsögðu fyrsta snjó vetrarins til þess að skella sér í heitt og einnig kalt þar sem þær nýttu heitapottinn og snjóinn sem myndast hafði til skiptis. Að því loknu fóru svo allar fljótlega upp í rúm eftir góðan dag. 

Laugardagurinn hófst svo með morgunmat og bústaðurinn yfirgefinn og haldið á Flúðir þar sem við náðum æfingu en einnig spiluðum við seinni æfingarleik helgarinnar gegn FSU/Hrunamönnum. Leikurinn hófst rolega en um miðbik fyrsta leikhluta náðum við góðu áhlaupi þar sem boltinn fékk að rúlla vel. við náðum að halda því út leikinn og enduðum á öruggum sigri 74-48 þar sem allar lögðu sitt í púkkið. Á heimleiðinni stoppuðum við svo á Selfossi þar sem hópurinn fékk sér mat eftir langan dag. 

Næsta föstudag hefst svo Íslandsmótið með heimaleik gegn Fjölni en þær voru einmitt hársbreidd frá úrvalsdeildarsæti á síðasta ári. Spennandi tímabil er vonandi framundan og hvetur kvennaliðið alla til þess að koma og styðja við bakið á okkur.
Áfram Stjarnan.

Iðkendur

SkraIdkanda

Körfubolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer