Körfubolti
stjarnan-header-1
Karfa
Gildi3

Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar

Garðabær, 21. ágúst 2019


Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild StjörnunnarStjórn Kkd. Stjörnunnar hefur gengið frá ráðningu Margrétar Sturlaugsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. Samningurinn er til þriggja ára með endurnýjunarákvæði.


Eins og fram kom í tilkynningu fyrr í sumar, þá hefur Stjarnan dregið meistaraflokk kvk úr keppni, og vildi með því leggja áherslu á uppbyggingu yngri flokka til að byggja upp lið sem að mestu væri skipað uppöldum Stjörnuleikmönnum.


Með þessari ráðningu sýnir Kkd Stjörnunnar að yfirlýst markmið um uppbyggingu voru ekki orðin tóm, enda eru fáir þjálfarar á Íslandi sem hafa meiri metnað fyrir uppbyggingu körfuboltans en Margrét. Hún hefur sannað það oftar en einu sinni og í raun óþarfi að tíunda það fyrir körfuboltaáhugakonum og -mönnum á Íslandi. Fyrr í sumar varð hún fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC gráðu FIBA, en aðeins 7 íslenskir þjálfarar hafa lokið því námi.


Margrét mætir á sína fyrstu æfingu hjá Stjörnunni strax í dag!


Skíni Stjarnan !
68749033 2443851172501381 8544347822005157888 n

Iðkendur

SkraIdkanda

Körfubolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer