Körfubolti
stjarnan-header-1
Karfa
Gildi3

Danielle, Sigrún og Sylvía í Stjörnuna

Þrír leikmenn til viðbótar hafa gengið til liðs við leikmannahóp Stjörnunnar í meistaraflokki kvenna og er því liðið orðið fullmannað fyrir komandi tímabil.

Danielle Rodriguez er 22 ára leikstjórnandi sem er að hefja sitt fyrsta ár sem atvinnumaður. Hún útskrifaðist frá Utah og er 178 cm á hæð. Hún var með 9,8 stig, 4,2 stoðsendingar og 3,6 fráköst að meðaltali í háskólaboltanum.

Sigrún Guðný Karlsdóttir er 15 ára gömul og er ung og efnileg stelpa er kemur frá Ármanni. Hún hefur æft með meistaraflokki frá því í sumar og mun spila með meistaraflokki og unglingaflokki en Stjarnan og Ármann munu tefla fram sameiginlegu liði í unglingafflokki.

Sylvía Rún Hálfdanardóttir er að verða 18 ára gömul og er ein af efnilegri leikmönnum landsins en hún stóð sig virkilega vel með 18 ára landsliðinu í sumar ásamt því að hafa spilað sína fyrstu A-landsliðsleiki núna í haust.

Stjarnan biður Dani, Sigrúnu og Sylvíu innilega velkomnar í Garðabæ!

Skíni Stjarnan

Iðkendur

SkraIdkanda

Körfubolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer