Körfubolti
stjarnan-header-1
Karfa
Gildi3

Pétur ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks kvenna!

Pétur Már Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfuknattleik til næstu tveggja ára en Stjarnan lauk sínu fyrsta ári í efstu deild nú í vor.
Pétur er með BSc gráðu í íþrótta- og heilsufræðum ásamt því að vera með kennsluréttindi í íþróttum. Hann hefur þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Skallagrím, KFÍ og Fjölni, meistaraflokk karla hjá Laugdælum og KFÍ, yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Fjölnis og KFÍ ásamt því að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari hjá A-landsliðs karla. Hann á einnig farsælan feril að baki sem körfuknattleiksmaður
Pétur þekkir vel til í Ásgarði enda er hann aðstoðarþjálfari Hrafns hjá meistaraflokki karla ásamt því að hann þjálfaði unglingaflokk karla síðasta vetur. Stjarnan býður Pétur velkomin til starfa hjá meistaraflokki kvenna.

Iðkendur

SkraIdkanda

Körfubolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer