Körfubolti
stjarnan-header-1
Karfa
Gildi3

Ragna Margrét og Telma í Stjörnuna

Í gær skrifuðu þær Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir undir samning við Stjörnuna og er það mikill liðsstyrkur fyrir nýliðana fyrir komandi átök í Dominos deildinni.

Ragna Margrét hefur verið lykil leikmaður í Val og íslenska landsliðinu síðustu ár og á seinasta tímabili var hún með 9,4 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik.

Telma Björk Fjalarsdóttir er að taka fram skóna á nýju en hún spilaði seinast með Haukum tímabilið 2010-2011 og nokkra leiki í upphafi tímabilsins 2011-2012. Árið 2010-2011 var hún með 6,9 stig að meðaltali í leik og 8,3 fráköst.

Ragna Margrét og Telma eru vanar því að spila saman inn í teig en þær spiluðu saman hjá Haukum fyrir einhverjum árum síðan ásamt þremur núverandi leikmönnum Stjörnunnar, Bryndísi Hönnu Hreinsdóttur, Kristínu Fjólu Reynisdóttur og Heiðrúnu Ösp Hauksdóttur.

Stjarnan býður Rögnu Margréti og Telmu innilega velkomnar.

Iðkendur

SkraIdkanda

Körfubolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer