Körfubolti
stjarnan-header-1
Karfa
Gildi3

Nýir menn í brúnni

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við Hrafn Kristjánsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla næstu 2 árin. Hrafn spilaði upp yngri flokka KR og lék með meistaraflokki félagsins frá árunum 1987-1994 eftir að hafa verið eitt ár í High School í Bandaríkjunum. Á tímabilinu 1994-2003 spilar hann með KFÍ Ísafirði ef frá er talið tímabilið 1997-1998 þegar hann lék með Hamar frá Hveragerði. Hann vann fjölda meistaratitla með yngri flokkum KR.
Hrafn er hokinn af reynslu en hann hóf þjálfaraferilinn sem yngriflokkaþjálfari hjá KR árið 1991 og hélt áfram yngri flokka þjálfum hjá KFÍ. Hann tekur við kvennaliðinu þar vestra 1997 og síðan gerist hann spilandi þjálfari karlaliðsins árið 2001. Tímabilið 2004-2009 þjálfar hann Þór Akureyri með góðum árangri, kom liðinu m.a. í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Eftir stuttan stans hjá Breiðablik heldur hann heim í vesturbæinn 2010-2012 og gerir KR-inga að tvöföldum meisturum í karlaflokki og kom kvennaliði félagsins í úrslit bikarkeppninnar. Árið 2012 réð hann sig síðan til Stjörnunnar og hefur þjálfað drengja og unglingaflokk félagsins síðustu 2 árin með góðum árangri.
Hrafni til aðstoðar verður Kjartan Atli Kjartansson. Það rennur blátt Stjörnublóð í æðum hans og meiri Stjörnumann er vart að finna. Kjartan gekk til liðs við Stjörnuna árið 1997 og lék sína fyrstu mfl leiki árið 2001 og á að baki 200 leiki með meistaraflokki félagsins. Hann varð bikarmeistari 1999 og íslandsmeistari 2001 með yngri flokkum félagsins og tvívegis orðið bikarmeistari með meistaraflokki.
Hann hóf þjálfun 17 ára gamall hjá Álftanesi en hóf störf sem yngriflokkaþjálfari hjá Stjörnunni árið 2005 og verið einn öflugasti þjálfari deildarinnar síðan. Hann gerði 11. flokk drengja (´95) að íslandsmeisturum og náði öðru sæti á Scania Cup með það lið sem er frábær árangur auk þess sem hann hefur tvívegis gert 2001 árgang drengja að meisturum. Tímabilið 2011-12 þjálfaði hann mfl karla hjá FSu í 1. deild og kom síðan aftur heim til Stjörnunnar árið eftir og tók við meistaraflokki kvenna og kom þeim í umspil um sæti í efstu deild. Kjartan Atli er klárlega einn af efnilegri þjálfurum landsins.
Stjórn Kkd Stjörnunnar telur sig hafa fundið verðuga arftaka þeirra Teits og Snorra og hlakkar til að takast á með þeim við hið skemmtilega og krefjandi verkefni sem framundan er og bíður þá velkomna til starfa.

SKÍNI STJARNAN

Iðkendur

SkraIdkanda

Körfubolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer