Körfubolti
stjarnan-header-1
Karfa
Gildi3

Tóms Heiðar er nýr leikmaður Stjörnunnar

karfan

 

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar kynnti á blaðamannafundi í dag að deildin hefur samið við Tómas Heiðar Tómasson um að leika fyrir félagið næstu 2 árin.
Tómas Heiðar sem er 23 ára skotbakvörður er uppalinn Fjölnismaður en hefur leikið með Þór Þorlákshöfn tvö síðustu tímabil.  Hann skoraði að meðaltali 16,1 stig, tók 3,8 fráköst og var með 2,4 stoðsendingar í vetur.  Tómasi er ætlað að fylla skarð Dags Kár Jónssonar sem fer í skóla í Bandaríkjunum í haust.

Auk þess að semja við Tómas hefur félagið framlengt eða er við það að ganga frá samningum við alla þá leikmenn sem léku með félaginu i fyrra, þar með talin Justin Shouse, að þeim Degi Kár og Jóni Orra  sem flytur á Akranes undanskildum.     


Stjarnan ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili og var ráðning Tómasar síðasta púslið á innlendum leikmannamarkaði á þeirri vegferð.

Iðkendur

SkraIdkanda

Körfubolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer