Körfubolti
stjarnan-header-1
Karfa
Gildi3

Fjölskylduhátíð í Ásgarði fyrir bikarúrslitaleikinn í körfubolta

Laugardaginn 21. Febrúar kl. 16:00 keppir mfl. Karla í körfubolta til úrslita um Poweradebikarinn í Laugardalshöll gegn KR. Fyrir leik viljum við bjóða öllu Stjörnufólki til fjölskylduhátíðar í Ásgarði sem hefst klukkan 13:00.

 

Við verðum með leiki og fjör fyrir krakkana og þeir sem vilja geta fengið andlitsmálningu í Stjörnulitunum. Árni Ragg verður með boltaþrautir auk þess ýmislegt fleira skemmtilegt verður í gangi.

Meistaraflokkur Stjörnunnar kíkir við og heilsar uppá gesti áður en þeir fara í Höllina þar sem þeir munu leggja allt í sölurnar til þess að koma með bikarinn aftur í Garðabæ.
Við hvetjum alla Stjörnumenn til að mæta í Ásgarð á laugardaginn til þess að magna upp stemmingu fyrir bikarúrslitaleikinn þar sem við skulum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hvetja strákana til sigurs.

Verður bikarinn blár í ár?
Skíni Stjarnan

 

 

Iðkendur

SkraIdkanda

Körfubolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer