3. flokkur kvenna
stjarnan-header-1
Gildi3
Fimmtudagur, 14 Janúar 2016

Dómaranámskeið í kvöld fyrir foreldra

Sæl og blessuð

Yngri flokkar Stjörnunnar er sífellt stækkandi verkefni með auknum iðkendafjölda. Á síðasta ári fóru fram yfir 300 leikir í mótum á vegum KSÍ á Stjörnuvelli. KSÍ skyldar félög að hafa ákveðið magn af skráðum dómurum útfrá skráðum liðum í mótum. Því miður erum við töluvert frá því í dag. Við viljum því reyna að bæta úr því og ætlum að halda dómaranámskeið í kvöld í Stjörnuheimilinu klukkan 18:30. Námskeiðið stendur yfir í 2 klukkustundir.

Námskeiðið gefur réttindi til að dæma og vera aðstoðardómari í yngri flokkum á Íslandi. Prófið ásamt dómgæslu í leikjum yngri flokka Stjörnunnar gefur dómarakort sem veitir aðgang að öllum leikjum á vegum KSÍ að meðtöldum Pepsi leikjum og vissum landsleikjum.

Hér er kominn kjörinn vettvangur fyrir áhugamenn um starfið að hjálpa til.  Dómarar velja sín verkefni í samvinnu við dómarastjóra félagsins sem henta hverjum og einum. Einnig er dómgæslan frábær heilsurækt, tala nú ekki um svona í framhaldinu á áramótaheitum fólks ;)

Við leitum því til ykkar foreldra að mæta og smala hóp með ykkur. Því fleiri, því betra fyrir félagið.

Námskeiðið er ókeypis og fer skráning fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.domaramynd.jpg

Setja inn skilaboð


Security code
Fá nýja mynd

Iðkendur

SkraIdkanda

Fótbolti - 3. flokkur kvk

Æfingatímar - 3. flokkur kvk

Mánudagar kl. 19:30
Þriðjudagar kl. 18:45
Miðvikudagar kl. 17:30
Fimmtudagar kl. 16:30
+ styrkur

Þjálfari 3. fl. kvk

Hilmar Þór Sigurjónsson
7770820
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Hjörvar Ólafsson
8958811

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

felagsgj-509x185
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer