3. flokkur karla
stjarnan-header-1
1b
Gildi3
Miðvikudagur, 08 Mars 2017

Dósasöfnun 3. flokks

DÓSASÖFNUN KNATTSPYRNUDEILDAR
Dósasöfnun 3. og 4.flokka karla og kvenna í knattspyrnudeild Stjörnunnar verður laugardaginn 11. mars n.k.  Söfnunin fer fram sem hér segir:

Skráning og dreifing miða í götur – fimmtudaginn 9. mars Mæting er kl. 17.30 fimmtudaginn 9. mars í Stjörnuheimilið. Þar fer fram skráning í söfnunina og afhending miða til að dreifa í hús. Dreifa á miðunum þetta fimmtudagskvöld og verður bænum/götum skipt milli þátttakenda. Mikilvægt er að allir þeir sem ætla að taka þátt mæti.

Dósasöfnun – laugardaginn 11. mars
Mæting er kl. 10.00 stundvíslega í áhaldahúsið, Lyngási 18. Þar leggjum við línurnar fyrir daginn og útdeilum verkefnum og götum. Gera má ráð fyrir því að þetta geti tekið daginn, til ca. kl. 16 og safnast allir saman eftir söfnun í áhaldahúsinu og klára flokkun á flöskum sem og stimpla sig út hjá umsjónamanni.

Mikilvægt er að þeir foreldrar sem það geta mæti með kerru eða á pallbíl.

Athugið að klæða ykkur vel og gott er að koma með vinnuhanska á laugardeginum þar sem þessu fylgir sóðaskapur. Ekki er verra að vera með eyrnatappa ef flokkað verður í áhaldahúsinu, þar sem hávaðinn þar inni getur orðið mjög mikill.

Unnið er eftir punktakerfi í þessari söfnun eins og hér segir:
Dreifing miða á fimmtudegi = 1 punktur fyrir iðkanda sem tekur þátt Dósasöfnun á laugardegi = 1 punktur fyrir iðkanda sem tekur þátt / 2 punktar fyrir foreldri sem tekur þátt (foreldrar mega koma án barna og öfugt)

Skilaboð  

#1 Jakob Emil 2017-03-09 19:57
Missti af skráningu áðan þar sem að æfingin okkar byrjaði á nákvæmlega sama tíma og skráningin, er möguleiki á því að ég geti samt fengið úthlutaðar götur eða er það of seint?
Tilvísun

Setja inn skilaboð


Security code
Fá nýja mynd

Iðkendur

SkraIdkanda

Æfingatímar - 3. flokkur kk

Mánudagur    kl 18:30-20:00    Hofsstaðavöllur

Þriðjudagur    kl 17:15-18:45    Hofsstaðavöllur

Föstudagur    kl 17:00-19:30    Æfingavöllur

Laugardagur  kl 09:00-10:00    Aðalvöllur

+styrktaræfingar

 

Þjálfarar 3. fl. kk

Atli Jónasson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

787-8226

 

Jón Þór Hrannarsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

6906237

 

Hlynur Helgi Arngrímsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

856-4934

felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer