Knattspyrna
stjarnan-header-1
KnattspyrnaKK
Gildi3

Ferðasaga Tóta 2017

Dagana 30. águst – 18.september fór ég í mína árlegu endurmenntunarferð þar sem ég heimsótti nokkur lið og eitt sérsamband og fékk að kynna mér þeirra hugmyndafræði og uppbyggingu. Það er mikil lærdómur sem maður fær út úr þessum ferðum og mikið af samböndum sem maður getur nýtt sér þegar heim er komið.

Tilgangur svona ferða er til sjá hvar maður er standur í kennslu í samanburði við aðra þjálfara í Evrópu.
Á öllum þeim stöðum sem ég heimsótti var ég mér boðið að koma aftur ef ég vildi koma og heimsækja þau. Hjá félögunum fékk fullt af efni sem þeir afhendu mér  áður en ég fór á næsta stað í ferðinni minni.
Í þessari skýrslu er það helsta sem ég get dregið fram en ef allir þeir þættir ættu að koma fram þá væri þessi skýrsla tugir bls.
En hér á Íslandi stöndum við mjög framarlega í kennslu á krökkunum og þekking þjálfara hér heima er mikil á mörgum stöðum.
En það að vera opinn og hlusta á aðra er mikil lærdómur því það er enginn eins og ekkert eitt rétt í kennslu á fótbolta. 
Félöginn erlendis eru leggja mikla áherslu á að byggja upp úr aldurhópnum u17 hjá öllum þeim liðum sem ég heimsótti og uppbyggingu einstaklingsins sálfræðilega séð svo það sé hægt að fá sem mest útur einstaklingnum  og koma þeim inn í aðalliðið hjá félögunum.
Í þessar ferð opnuðst margar dyr hjá nokkrum stórum félögum sem ég get heimsótt ef ég myndi vilja það.
En undirbúningur fyrir næstu ferð er hafinn hjá mér.
Hér kemur ferðasagan:

 

Tóti mynd 1

 

Bayern Leverkusen

                         

Bayern Leverkusen er staðsett í North Rhine Westphalia og heitir heimavöllur þeirra Bay Arena. Bayern Leverkusen var stofnað af nokkrum starfsmönnum lyfjafyrirtækis Bayer sem er staðsett í Leverkusen þar sem nafnið Bayern Leverkusen kemur frá. Í fyrstu var félagið kallað TSV Bayern 04 Leverkusen.

Félagið hefur stórt æfingasvæði þar sem yngri krakkarnir í akademíunni æfa að auki aðalliðið kvenna megin.

Æfingasvæðið kallast Kurtekotten og er staðsett í um 10 mín fjarlægð frá Bay Arena þar sem akademían hefur aðsetur og eru þar nokkrir vellir með venjulegu grasi og gervigrasvellir á svæðinu.
Á meðan dvölinni stóð þá var ég með yfirmanni knattspyrnumála, honum Slawomir en hann hefur starfað lengi hjá þeim. Ég hef verið í miklu samabandi við hann frá því ég fór fyrst til þeirra og hefur hann aðstoðað mig við hitt og þetta varðandi æfingar.
Í þýskalandi er ekki leikið um verðlaun fyrr en krakkarnir eru orðnir 12 ára gamlir. Þess í stað eru haldin mót þar sem félögin í kring koma saman og spila um helgar. Þegar krakkarnir eru orðnir 12 ára þá er farið í mót þar sem liðin í kring spila á móti hvort öðru sem þýska sambandið settur upp.

Á meðan dvöllinni stóð þá fékk ég að sjá U12 – U19 á æfingum og í leikjum. Mikill hraði er á æfingum hjá u14 og mikill agi. Eins og hjá flestum félögunum sem ég hef farið til þá er mikil áhersla á sendingar og móttöku á bolta og hreyfingu án bolta sem og 1x1 – 2x1 – 2x3 í leikjaformi. Á hverri æfingu eru 3 – 4 fullorðnir sem stýra æfingu. Gæðin voru virkilega flott á æfingunum og eru æfingar settar á lítil svæði í leikjaformi. En fyrir og eftir hverja æfingu þá komu krakkarnir sem voru á æfingu og tóku í höndina á mér og þökkuðu mér fyrir. Tæknileg geta var mjög góð og góðir í halda bolta innan liðs en flest liðin eru meira í direct fótbolta og voru fljótir að koma bolta upp í horn og koma með fyrirgjafir þar sem þeir eru sterkir í að skalla boltann. Það er misjafnt hvenær þeir festa leikmenn í stöður, fer eftir fjölhæfni þeirra og getu. Líkamlega voru þeir sterkir og er því sinnt greinilega mjög vel.  U17 – U18 – U19 æfa á æfingasvæði Bay Arena að auki aðalliðsins.

Uppbygging sem þeir vinna eftir í akademíunni.

12 – 14 ára - æfa til að læra

15 – 17 ára - þróun kláruð

18 – 21 ára - æfa til að vinna

Ég fékk svo að sjá aðalliðið hjá Bayern Leverkusen í æfingaleik á móti Bochum á svæðinu þeirra. Svo var haldið inn á skrifstofuna hans þar sem hann sýndi mér glærur um það sem þeir hafa verið að gera í félaginu og þeirra hugmyndafræði.
Hjá U12 eru leikir um hverja helgi sem eru ekki í móti heldur æfingarleikir við félögin í kring á Westfallen svæðinu FC.Köln,Dortmund,Schalke,B-Möngladback.

Að enda fékk ég kveðjugjöf, treyju frá Bayern Leverkusen með þakklæti fyrir að koma og heimsækja félagið.

 

Tóti2017

 

AC.Milan.

AssociazioneCalcio Milan er nafnið á félaginu en flestir nota nafnið AC Milan. Félagið var stofnað 1899 fyrir 118 árum síðan. Félagið hefur verið afar sigursælt á Ítalíu en alls hefur félagið unnið 18 sinnum UEFA og FIFA titla og eru þeir fjórða sigursælasta liðið á Ítalíu .

Ég heimsótti félagið á æfingasvæðinu þeirra á Vista Mar sem er staðsett inn í miðri Mílanó borg og átti fund með yfirmanni knattspyrnumála hjá honum Flippo Galli sem spilaði á gullaldar árum félagsins með leikmönnum á borð við Franco Baresi, Costa Curta og Panucci og á þessum tíma með þjálfara á borð við Arrigo Sacchi og Fabio Cappello.

Alls varð hann Ítalskur meistari fimm sinnum og UEFA Champions League þrisvar .sinnum og aðra titla á þessum árum.

Mæting var á æfingasvæðið hjá AC Milan um klukkan 14:00 á Centro sporttivo visamara sem er staðsett inn í miðri borg og er svæði akademiunar hjá félaginu. Þar settist ég niður með honum og fékk að spjalla við hann um uppbyggingu félagsins og hvernig þeir eru að vinna með leikmönnum sínum. Síðan var haldið út á svæðið þeirra þar sem þjálfarar tóku á móti mér og sýndu mér svæðið og ég fékk að horfa á æfingar hjá u14 og 17 ára liðinu hjá þeim. Móttökurnar voru flottar þrátt fyrir að þessir menn hefðu aldrei séð mig áður en vildu gera allt fyrir mann á meðan maður var á svæðinu hjá þeim.

Alls fékk ég tvo daga til að skoða og kynna mér félagið og sjá það sem ég vildi á meðan ég var á svæðinu og hafa þeir boðið mér að koma aftur út til að skoða félagið. Aðalliðið hjá þeim sem er staðasett fyrir utan borgina sem er í 40 mín keyrslu frá borginni og heitir Milanelló og er aðaliðið eingöngu þar á æfingum.

Æfingar

Allar æfingar hjá akademunni er teknar upp og farið er yfir æfingarnar í hverri viku og alla leiki sem akademian spilar yfir tímabilið. Einu sinni í viku hittast þjálfarar saman og spjalla um æfingarnar og nýjar hugmyndir af æfingum og taka síðan þær æfingar og hugmyndir sem koma frá þjálfurum á fundinum. Síðan er tekin ákvörðun um hvort eitthvað af æfingum sé teknar inn í dagskrána og séu notaðar.

Í dag eiga Kínverskir fjárfestar félagið en á undan þeim var Silvio Berlosconi eigandi félagins frá árunum 1986 – 2017.

AC.Milan.

Intercount cups 1x.
Fifa world cup 1x.
European cup champions league titla 7x.
Uefa super cup 5x.
Bikar meistara á Ítalíu 2x.
18x Ítalskir meistararar.
Coppa Ítalía 5x.
Suppercoppa 7x.

Dagskrá

Á mánudögum hittast allir þeir sem eru að taka upp video af æfingum og leikjum og fara saman yfir það sem búið er að gera.

Þriðjudagur

Hittast þjálfarar u13 – u17 og fara yfir vikuna sem er framundan.

Miðvikudagur hittast þjálfarar u13 – u17 og fara yfir leikstíllinn.

Fimmudagur

Hittast þjálfarar u13 – u17 og þeir sem eru að leikgreina leikina hjá þeim.

Föstudagur

Hittast u13 – u17 þjálfarar og yfirmaður knattspyrnumála og fara yfir æfingar og leiki.

Alls hefur félagið á æfingasvæðinu 7 velli og eru af þeim 3 grasvellir og 4 gervigrasvellir.

Ac.milan

2.þjálfarar sem sjá um tæknihlutana.
24 þjálfarar og + 5
Aðstoðarþjálfarar 8
Videogreiningar 5+1
Læknar 6
Sjúkraþjálfarar 16+1
Næringafræðingur 1
Sálfræðingar 2
Skrifstofa 7
Markvarðaþjálfarar 6

Alls eru þeir sem eru að fara og leita eftir leikmönnum 24 í Lombardia 24 og 16 í kringum  ítalíu frá félaginu.

 

Æfingar hjá mismunandi aldri

Primavera u18 – u19 – 29 leikmenn og 16 sem félagið er með húsnæði fyrir alls sex sinnum í viku sem æfingar eru – 11v11
Allievi Nazionali u17 – 27 leikmenn og 6 leikmenn sem félagið er með húsnæði fyrir alls 4 sinnum í viku sem æfingar eru hjá þeim – 11v11
Nazionalle u16 – 27 leikmenn og 4 sem félagið er með húsnæði fyrir alls 4 sinnum í viku sem æfingar eru hjá þeim. 11v11
Giovanissimi naz u15 – 26 leikmenn og 4 leikmenn sem félagið er með húsnæði fyrir alls 4 sinnum í viku sem æfingar eru hjá þeim 11v11
Giovanisimo u14  - 26 leikmenn +1 sem fær gistingu frá félaginu og er þessi aldur 4.sinnum í viku á æfingum 11v11
Giovanisimo u13 – 26 leikmenn og eru þeir 4.sinnum í viku á æfingum 11v11
Esorddiente u11 – u12 – 2 hópar 24+22 alls 2/3 á æfingum yfir vikuna  9v9 / 7v7
Pulcini u10 – u9 – 19 + 18 + 15 sem skiptist niður 2 sinnum í viku 7v7
Squadra femminele u14 – 20 stúlkur á æfingum og alls eru þær eru 2.sinnum í viku á æfingum á viku 9v9
Squadra femminele u12 – u13 – 23 stúlkur á æfingum og eru þær 2.sinnum í viku  7v7
Squadra femminele u11 – u12 – 15+15 stúlkur á æfingum og eru þær 2.sinnum í viku á æfingum 7v7Tóti mynd 2

Juventus

Aðalliðið var heimsótt hjá Juventus inn í  Tórinu þar sem ég hitti Ritu Gurano sem er með aðalliðið hjá stelpunum og er þjálfari u17 ítalska kvennalandsliðsins en hún settist niður með mér og fór yfir starfið þeirra kvenna meginn.

 

Æfingasvæðið þeirra var inn í miðri borg og var þar einnig sportmiðstöð þar sem þær get nýtt sér alla þjónustu. Juventus er einnig með annað svæði inn í Tórinó en þar munu þær æfa með leikmönnum karla og kvenna. Ég fékk að ræða við hana um uppbygginguna hjá þeim en hún sagði að það eru miklar breytingar á hverju tímabili en með liðinu leikmenn frá Danmörku, Finnlandi og Englandi eru í skóla á Ítalíu og koma leikmenn frá fleiri löndum.

Mikil uppbygging er í gangi kvenna meginn hjá þeim eins og U14 var Ítalskur meistari á síðasta tímabili.

Uppbygging

Pulcine – u10 – u11 eru saman á æfingum og eru fæddar 2007 og 2008.
Escordienti u12 – u13 eru saman á æfingum 2005 – 2006.
Givoanissime u14 – u16 er saman á æfingum 2003 – 2004.
Primavera eru stúlkur fæddar 2000 – 2001 – 2002 og eru þær bestu að spila með aðalliðinu hjá Juentus.
Seria A Juventus aðalliðið.
Liðin þá eru 2 þjálfarar á liðum frá u10 – u15 og svo í u18 og aðalliðinu er 1.sjúkraþjálfari – 1 markmannsþjálfari – 2 aðstoðarþjálfarar á aðalliðinu  og svo fær u18 ára liðið sjúkraþjálfara og markmannsþjálfara

 

Tóti mynd4

 


Í ferðinni minni heimsótti ég FC.Catania sem var fundið upp árið 1908 og er staðsett á Sikileyjum og heitir æfingasvæðið þeirra Calsio Catania spa Torre del grifo village.

Ég var sóttur um morguninn og af íþróttafréttamanni á flugvöllinn og keyrði hann með mig um Sikileyjar og sýndi mér svæðið og forum við síðan á æfingasvæðið sem var afar gamalt en mikil uppbygging hef átt sér stað hjá þeim og var verið að setja nýja íþróttamiðstöð upp hjá þeim sem á að vera fyrir akademinu þar sem allt verður fyrir leikmenn og þjálfara.

Siðan var haldið út að borða þar sem hann bauð mér að prófa þjóðarrétt Sikileyja og að lokum var ég keyrður upp inn á hótel þar sem ég var í 3 daga á Sikileyjum í þessari ferð minni.

Tóti mynd 5


Maltverska sambandið

Ég heimsótti Maltverkskasambandið íTA'QALI þar sem sérsambandið er með höfuðstöðvar á Möltu þar sem yfirmaður fræðslumála tók á móti mér og fór yfir þær stefnur sem þeir eru að vinna með félögunum á Möltu. Síðan var farið á æfingar með u 17 karla landsliði Möltu þar sem ég fékk að vera með þeim í 2.daga á æfingum seinni partinn og fylgjast með og tala við þjálfarana um þeirra hugmyndafræði í kringum fótboltann og hvernig þeir sjá þetta hjá félögunum á Möltu.


Á Möltu eru ekki miklir peningar í þjálfun svo flestir þjálfarar hafa auka vinnu með þjálfun og sem þeir mæta svo í eftir vinnu eins og tíðkast hér heima.

Uppbyggingin á Möltu er frábrugðinn okkar uppbyggingu en hjá u5 og u6 þá spila þeir 4v4 og er boltanum ekki kastað inn á heldur er sparkað inn á þegar boltinn fer útaf vellinum.

U7 – u9 þá er leikið 5v5 þegar spilað er.
U10 – u11 þá er leikið 8v8 þegar spilað er.
U12 – 13 þá er leikið 11v11.
Á mótum þá eru engar vítaspyrnur frá aldrinum u6 – u11.
Áherslan hjá þeim í kennslu eru svo kallaðir litlir leikir en hér að neðan er ástæðan fyrir þessum áherslum hjá þeim.
Meiri gleði, minni völlur, einfaldari reglur.
Meiri spilatími og þáttaka verður meiri hjá einstaklingnum.
Fleiri snertingar við boltann.
1v1 verður mikið af leikjunum.
Fleiri skot á markið.
Meiri hlaup sem hefur áhrif á þolið.
Boltinn er oftar í leik.
Fljótari hugsun.
Minni pressa frá foreldrum og þjálfurum.
Litlir leikir eru lærdómur þar sem snerting verður mikil og umfram allt mikil gleði.
En mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá Maltverska sambandinu með félögunum og aukin skylda á þjálfaramenntun.
Ekki er skilda fyrir félöginn að senda leikmenn á landsliðsæfingar þegar félöginn eiga leiki í deildinni eins og er hér heima. Á Möltu er kvennadeild en þar er erfitt að fá stúlkur til að æfa fótbolta og Maltverskasmabandið að vinna með félögunum í að auka þáttöku stúlkna á íþróttinni. 


Tóti mynd 6

 

FC Valletta

FC Valletta var stofnað árið 1943 og hefur unnið Maltvörsku deildinni 2.sinnum og er liðið einnig með lið í Futsal sem tekur þátt í Maltvörsku deildinni.

Á meðan ég var á Möltu hitti ég yfirmann knattspyrnumála hjá FC Möltu þar sem hann bauð mér út að borða og sagði mér frá félaginu og hvernig þeir vinna sem leikmenn sína í akademiunni hjá félaginu. Aðstaðan hjá félaginu er ekki góð en þar sem þeir hafa einungis 1 völl sem er á við völl sem er á við 7v7 velli þá verða þeir að sækja sér aðstöðu allt í kringum sig og eru æfingar á mörgum stöðum á Möltu. Hjá yngri krökkunum eru mót um helgar með þeim liðum sem eru í kring og er spilað einu sinni á mánuði mót þar sem liðin koma saman og spila.

Mikil áhersla á æfingum eru litlir spila leikir eins og hjá þeim liðum sem ég hef heimsótt í þessari ferð minni þar sem tækni og mikil snerting er við boltann á litlum völlum.

Samvinna félagana á Möltu er mikil við skólana þar sem fótboltinn er kynntur og hefur það verið gert í mörg ár og er unnið markvisst starf í að fá krakkana til að æfa.
Uppbygging

Hjá FC Valletta þá skiptist þjálfuninn í 7 skref sem þeir fara eftir.

1.Stig  Gleði.

2.Stig Þróun.

3.Stig Læra að æfa.

4. Stig Æfa til að æfa.

5.Stig Æfa til keppa.

6.Stig Æfa til sigurs.

7.Stig Æfa til framtíðar

Aðferðafræði

Þættirnir eru alls 4 sem þeir vinna með leikmönnum sínum í akademiunni.

1.Mental.
2.Technical.
3.Tactical.
4.Physical.

Mikil áherlsa er lagt í að leikmönnum líði vel á æfingum og að tilhlökkunn sé á hjá þeim yngstu og bæði að ná upp virkri áhugahvött til að mæta á æfingar og vinna upp sjálfstraust og eiginn hugsun í leiknum og á æfingum.

2 þjálfarar eru saman hjá hverjum aldurshópi inn í academunni hjá þeim.

Tóti mynd 7

Ferðin endaði í Liverpool þar sem ég hitti góða vin minn sem er að þjálfa í Liverpool og farið yfir hugmyndafræðina þeirra og spjall um fótboltann. Andrew Willams var með aðalliðið hjá Liverpool stúlkunum á sínum tíma og er að þjálfa kvenna lið í Wales núna sem er afar gott og að auki að vera skólastjóri og kynndumst við hjá Hollenska sambandinu 2008 þar sem við vorum á námskeiði saman í 3.vikur.

Svo hitti ég Robby Jones en hann og Andrew voru saman saman með Liverpool stúlkurnar á sínum tíma en hann var með landslið Jórdaníu á HM stúlkna u17 núna i ár og er á leiðinni til Bandaríkana til að þjálfa. Þessir tveir eru gríðarlega reynslu miklir þjálfarar og erum við mikið í sambandi með hugmyndir og aðstoð.

Svo endaði ferðinn á að farið á leik Liverpool – Burnley.

 

Iðkendur

SkraIdkanda

Fótbolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer