Knattspyrna
stjarnan-header-1
KnattspyrnaKK
Gildi3

Metsigur Stjörnustúlkna

Stjarnan lagði lið Istatov frá Makedóníu 11-0 í öðrum leik sínum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Þetta mun vera stærsti sigur íslensks liðs í Evrópukeppni, fyrra metið átti Stjarnan reyndar líka (ásamt Val) eftir 9-0 sigurinn á KÍ í fyrsta leik. Sigurinn hefði reyndar auðveldlega getað verið mun stærri þar sem löglegt mark var dæmt af og víti fór forgörðum. En hvað er maður að kvarta...

 

Gerðar voru fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leik og skiptingar nýttar vel. Þannig voru einungis fjórir leikmenn úr byrjunarliði fyrsta leiks sem luku leik í gær. Þjálfarateymið hefur því dreift leikjaálagi vel milli leikmanna og veitir örugglega ekki af í þeim hita sem enn ríkir í Suður Evrópu. Í leiknum í gær þreyttu þrír leikmenn frumraun sína í Evrópuleikjum, þær Viktoría Valdís Guðrúnardóttir, Lorina White og Imen Troudi (sjá mynd hér fyrir neðan).

 

Fyrsti evrópuleikurinn

 

 

Mörk Stjörnunnar skoruðu þær Donna Kay Henry (3), Katrín Ásbjörnsdóttir (3), Guðmunda Brynja Óladóttir (2), Lorina White, Viktoría Valdís Guðrúnardóttir og eitt sjálfsmark hjá Istatov.

 

Í hinum leik riðilsins sigruðu heimakonur í Osijek færeysku stöllurnar í KÍ 4-0. Það verður því hreinn úrslitaleikur um áframhaldandi þátttöku og sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á mánudaginn þegar Stjarnan og Osijk mætast og dugir Stjörnunni jafntefli til að komast áfram. Leikurinn hefst kl. 15 að íslenskum tíma.

Iðkendur

SkraIdkanda

Fótbolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer