Knattspyrna
stjarnan-header-1
KnattspyrnaKK
Gildi3

Öruggur sigur í fyrsta leik

Stjörnustúlkur unnu afar öruggan sigur gegn KÍ Klaksvik í fyrsta leik í 7. riðli undankeppni Meistaradeildar kvenna. Lokatölur voru 9-0 eftir að Stjarnan hafði leitt í hálfleik 7-0. Mörk Stjörnunnar skoruðu þær Donna Kay Henry (2), Guðmunda Brynja Óladóttir (2), Agla María Albertsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og eitt var sjálfsmark KÍ.

 

Sex leikmenn léku í dag sinn fyrsta Evrópuleik og af því tilefni stilltu þær sér upp í hinum glæsilegum Evrópubúningum Stjörnunnar. Talið frá vinstri eru: Guðmunda Brynja Óladóttir, Donnna Kay Henry, Agla María Albertsdóttir, Birna Jóhannsdóttir, Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir og María Eva Eyjólfsdóttir.

 

fyrsti WCL leikur.-netJPG

 

Við óskum þeim til hamingju með áfangann og liðinu öllu með sigurinn. Í hinum leik riðilsins gjörsigruðu heimastúlkur í Osijek lið Istatov 7-0. Næsti leikur Stjörnunnar er á móti Istatov á föstudaginn 25. ágúst.

Iðkendur

SkraIdkanda

Fótbolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer