Knattspyrna
stjarnan-header-1
tm-stjarnan-vefur-banner-1
Gildi3

Sigrún Ella til Fiorentina

Sigrún Ella Einarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, hefur samið við Fiorentina á Ítalíu um að leika með liðinu í vetur. Sigrún Ella stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag og er þegar komin til Flórens, heimaborgar félagsins.

Fiorentina er ítalskur meistari og bikarmeistari og hefur leik í 32-liða úrslítum Meistaradeildar Evrópu í október.

Sigrún Ella hefur verið mikilvægur hlekkur í Stjörnuliðinu undanfarin ár, frábær leikmaður og liðsfélagi.

Stjarnan óskar Sigrúnu Ellu til hamingju með nýja félagið og góðs gengis á nýjum vettvangi.

Iðkendur

SkraIdkanda

Fótbolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer