Knattspyrna
stjarnan-header-1
KnattspyrnaKK
Gildi3

Sumar-æfingartafla knattspyrnudeildar

Hér fyrir neðan má sjá sumar æfingatöflu knattspyrnudeildar.

 

Eins og áður hefur komið fram eru farnar í gang framkvæmdir á Stjörnusvæðinu okkar. Meðan á þeim stendur verður okkur sniðinn mjög þröngur stakkur varðandi æfingarpláss. Við munum þrátt fyrir það horfa jákvæðum augum á stöðuna enda horfir til betri tíma að framkvæmdum loknum.

Framkvæmdir sem eru að fara í gang:
- Skipta út grasi fyrir gervigras á grasbalanum fyrir aftan minni völlinn
- Skipta út ónýta gervigrasinu á æfingavellinum fyrir aftan aðalvöllinn
- Setja upp nýjan lítinn gervigrasvöll sunnan lækjar

Þetta þýðir að á meðan framkvæmdum stendur höfum við einungis aðalvöll, minni völl, batta og búrið til umráða. Flokkarnir okkar eru stórir og verður nýtingin á öllum völlum frá morgni, seint fram á kvöld á meðan framkvæmdum stendur.

Æfingataflan tekur mið á þessum þáttum en taflan tekur gildi 12. júní. Um leið og framkvæmdum lýkur munum við gefa út uppfærða töflu og skoða hvort fyrstu æfingar á morgnanna og síðustu æfingar kvöldsins fái aðra æfingatíma. Hofsstaðavöllur (grasvöllur í Hofsstaðamýri) hefur síðustu ár farið í notkun í kringum mánaðarmótin júní/júlí. Þegar völlurinn verður klár, eigum við möguleika á að hliðra æfingum á milli valla, þannig að iðkendur fái meira svæði til æfinga.

Við bendum á að knattspyrnuskólinn verður milli 9:00-12:00 í sumar. Sjá auglýsingu um Knattspyrnuskóla Stjörnunnar á www.stjarnan.is. Það er mikill hugur í okkur að gera mikið úr knattspyrnuskóla deildarinnar þetta sumarið og vonum við eftir að fjöldi iðkenda taki þátt og njóti sumarsins með okkur. Boðið verður upp á gæslu milli 8:00-9:00 sem og léttan hádegismat milli 12:00-13:00. Hádegismaturinn verður auglýstur betur þegar nær dregur.

Núverandi æfingatafla verður í gildi til 9. júní.

Sumaræfingatafla knattspyrnudeildar sem tekur gildi 12. júní:

sumartafla2017

 

Iðkendur

SkraIdkanda

Fótbolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer