Knattspyrna
stjarnan-header-1
KnattspyrnaKK
Gildi3

KÞÍ heiðrar 2 þjálfara knattspyrnudeildar


Í gær á aðalfundi knattspyrnuþjálfarafélags Íslands fengu tveir þjálfarar Stjörnunnar viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka á Íslandi.

Verðlaunin hlutu þeir Þórarinn Einar Engilbertsson (Tóti) og Halldór Ragnar Emilsson (Dóri). Við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með árangurinn, enda erum við afar stolt að hafa þessa tvo kappa í starfinu okkar. Kapparnir vinna báðir í kringum yngstu flokka félagsins og hafa gert í nokkurt skeið og lagt grunn í þeirri vegferð sem iðkendur fara í gegnum í starfi félagsins.

Þórarinn Einar Engilbertsson hefur starfað í kringum allra yngstu iðkendur félagsins undanfarin ár. Áður þjálfaði hann hjá ÍR og Haukum. Iðkendahópar hans hjá Stjörnunni hafa stækkað gríðarlega ár frá ári enda mikil vinna og alúð sem fer í þjálfunina. Tóti leggur mikið upp úr því að allir iðkendur fái að njóta sín í starfinu. Tóti hefur verið duglegur að sækja sér alls konar menntun víðsvegar um heiminn ásamt því að hafa lokið UEFA-A þjálfaragráðu hérlendis. Tóti hefur einnig spilað stórt hlutverk í kringum dómgæslu leikja í yngri flokkum sem dómarastjóri félagsins. Tóti er orðinn mjög mikill Stjörnumaður, tekur þátt í flestum félagslegum viðburðum, mætir á leiki og nýtur þess að vera í Stjörnuumhverfinu.

Halldór Ragnar byrjaði ungur að koma að þjálfun hjá félaginu og hefur verið viðloðandi þjálfun síðan hann var um 15 ára gamall. Fyrstu árin sem aðstoðarþjálfari í hinum ýmsu flokkum og sem aðalþjálfari síðustu tæpu 10 árin þar sem hann hefur verið með 7. og 6. fl. kk. Halldór hefur verið einstaklega farsæll í starfi og hefur hann komið að þjálfun flest allra leikmanna sem hafa gengið í gegnum yngri flokka starf Stjörnunnar síðustu árin. Halldór kom á fót samstarfi á milli IF Lyseng og Stjörnunnar eftir að hafa verið í námi í Danmörku. Hann hefur einnig verið í lykihlutverki í kringum TM-mót Stjörnunnar sem er orðið eitt fjölmennasta mót landsins.

doritoti

 

Iðkendur

SkraIdkanda

Fótbolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer