Knattspyrna
stjarnan-header-1
tm-stjarnan-vefur-banner-1
Gildi3

Nýtt tímabil - nýir leikmenn


Stjarnan mætir til leiks í Pepsi deild kvenna í dag með nokkuð breyttan hóp frá fyrra ári. Síðustu mánuði hafa nokkrir nýir og spennandi leikmenn komið til liðs við Stjörnuna og er rétt að kynna þá stuttlega fyrir stuðningsmönnum. 

 

Agla María Albertsdóttir (fædd 1999)

 AglaMaría Kemur til Stjörnunnar frá Val en er uppalin í Breiðablik. Agla María vakti athygli eldri og reyndari leikmanna þegar á fyrstu æfingu fyrir kraft og ákveðni og hefur ekkert slegið af síðan. Agla María hefur aðallega leikið í stöðu kantmanns í vorleikjunum og skapað allnokkurn usla í vörn andstæðinganna. Það verður spennandi að sjá hana á stóra sviðinu. Agla María hefur leikið 24 leiki í U17 og U19 landsliðum Íslands.

   
Donna Key Henry (fædd 1990)

 donna Donna er frá Jamaiku og lék með Selfossi í fyrra. Hún sýndi þar styrk sinn, leikni og hraða á kantinum svo eftir var tekið og það er því mikill akkur í að fá Donnu í lið með Stjörnunni.  Hún hefur þegar skorað 5 mörk fyrir liðið í Lengjubikarnum og á örugglega eftir að bæta nokkrum stykkjum þar við. Donna hefur leikið 10 landsleiki með landsliði Jamaiku.

   
Katrín Ásbjörnsdóttir (fædd 1992)

 katrín Uppalin í KR og var orðin fastamaður í liðinu þegar hún ákvað að halda norður yfir heiðar árið 2011. Hún átti ekki lítinn þátt í Íslandsmeistaratitli Þórs/KA og við Stjörnufólk þekkjum vel hve erfitt er við hana að eiga. Síðasta  ár var hún á mála hjá norska liðinu Klepp. Katrín er sérlega skæður leikmaður í „holunni“ fyrir aftan fremsta sóknarmann og frammi. Það má með sönnu segja að það er betra að hafa hana með sér í liði en á móti. Katrín hefur leikið 2 A landsleiki og 27 leiki með yngri landsliðum Íslands.

   
Nagela Oliveira De Andrade (fædd 1995)

 nagela Nagela er frá Brasilíu og er stór og sterkur miðvörður. Hún lék þrjá leiki með U20 liði Brasilíu í úrslitum HM árið 2014. Nagela hefur sem stendur ekki náð mótsleik með Stjörnunni svo ítarlegar lýsingar verða að bíða betri tíma

   
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (fædd 1993)

 þórdís Þórdís er upphaflega úr FH en færði sig ung yfir til Breiðabliks þar sem hún hóf meistaraflokksferil sinn. Eftir að hafa verið fastamaður hjá liðinu í nokkur ár hélt Þórdís til Svíþjóðar árið 2014 en snéri heim og í Stjörnuna núna í vetur. Þórdís er öflugur alhliða leikmaður sem hefur nýst vel sem kantmaður eða bakvörður og er mikill styrkur fyrir liðið. Þórdís á að baki 29 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

   
   
   
   
   

Iðkendur

SkraIdkanda

Fótbolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer