Knattspyrna
stjarnan-header-1
tm-stjarnan-vefur-banner-1
Gildi3

Stjarnan hefur samið við Gunnar Nielsen

Gunnar Nielsen landsliðsmarkmaður Færeyja hefur skrifað undir samning við 
gunnar 1756944a
Stjörnunna um að leika með félaginu út tímabilið 2015. 

Gunnar er mikill fengur fyrir Íslandsmeistarana en hann bætist í öflugan hóp leikmanna og er enn frekari staðfesting á því öfluga starfi sem fer fram hjá félaginu.

Stjórn knattspyrnudeildar Stjörnunnar fagnar því að geta boðið hinum fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum sem eiga eftir að gegna lykilhlutverki hjá Stjörnunni á komandi árum uppá að læra af og vinna með reyndum landsliðsmanni eins og Gunnari.

Gunnar er Stjörnunni góðkunnur en hann var í leikmannahóp Motherwell í sumar þegar Stjarnan lék við þá í undankeppni evrópudeildarinnar með eftirminnanlegum árangri.
Á síðustu árum hefur hann leikið með Silkeborg, Tranmere Rovers, Wrexham og Manchester City.

Iðkendur

SkraIdkanda

Fótbolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer