Um félagið
stjarnan-header-1

karfa2

Ný aðalstjórnBjóðum nýja stjórnarmenn velkomna til starfa

Í gær fór fram aðalfundur UMF Stjörnunnar í Bláa salnum Ásgarði. Gekk fundurinn vel fyrir sig en alls sátu rúmlega 70 manns fundinn. Ljóst var fyrir fundinn að töluverðar breytingar yrðu á aðalstjórn félagsins. Sigurður Bjarnason, formaður og Jóhannes Egilsson, meðstjórnandi létu af stjórnarstörfum en áður höfðu Ásta Kristjánsdóttir, varaformaður , Kristján B. Thorlacius, ritari og Sigríður Dís Guðjónsdóttir, meðstjórnandi látið af stjórnarstörfum.

Við viljum fyrir hönd félagsins senda þeim hlýjar þakkarkveðjur fyrir framlag þeirra í þágu félagsins.  

Ný stjórn var kosin á fundinum og hefur ný aðalstjórn skipt með sér verkum sem hér segir: 

Sigurgeir Guðlaugsson, formaður
Heiðrún Jónsdóttir, varaformaður 
Brynja Baldursdóttir, meðstjórnandi
Ingvar Ragnarsson, meðstjórnandi
Þórdís B. Sigurbjörnsdóttir, meðstjórnandi
Erling Ásgeirsson, varamaður
Gunnar B. Viktorsson, varamaður 

Ný stjórn horfir björtum augum fram á við þrátt fyrir að Stjarnan líkt og önnur íþróttafélög standi frammi fyrir stórum áskorunum en það er trú stjornarmanna að með aukum samskipti og samvinnu milli félagsmanna séu hindrunum breytt í sóknarfæri og félaginu allir vegir færir. 

Fyrir hönd UMF Stjörnunnar
Ása Inga Þ.
Framkvæmdastjóri
Skíni Stjarnan!

 

Iðkendur

SkraIdkanda

Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer