Um félagið
stjarnan-header-1

Gildi3

 

Sumarstarf Stjörnunnar 2020Kæru foreldrar og forráðamenn,

Það gleður okkur mikið að geta loks sett þessar upplýsingar hér á heimasíðuna.

Við erum að taka upp nýja verslun í Sportabler hér er linkurinn https://www.sportabler.com/shop/Stjarnan

Það er velkomið að senda á mig ef ykkur vantar aðstoð á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Hér eru upplýsingar um sumarnámskeið 2020 hér fyrir neðan er skjámynd af verslun.

verslun2020 
 
 

Upplýsingapóstur til forráðamanna og iðkenda Stjörnunnar COVID19

Kæru forráðamenn og iðkendur Stjörnunnar


Í dag kom út fréttatilkynning frá ÍSÍ og UMFÍ sem unnið hafa í samvinnu við heilbrigðis- og menntamálaráðuneytið að aðgerðaráætlun fyrir íþróttafélög varðandi COVID19. 

Í ljósi þeirra tilmæla sem þar koma fram mun Stjarnan áfram fresta öllu íþróttastarfi félagsins áfram um viku en neyðarstjórn félagsins í samvinnu við æðstu stofnanir íþróttahreyfingarinnar munu meta stöðuna aftur þá. 

Hér fyrir neðan er hægt að lesa tilkynninguna í heild sinni.

Við viljum benda ykkur á nýja instagram síðu félagsins stjarnan_heimaaefingar en þar hafa þjálfara knattspyrnudeildar tekið sig saman og birt skemmtilega myndbönd af æfingum. Eins hvetjum við alla Stjörnumenn til að nota #stjarnan_heimaaefingar á myndbönd eða myndir af ykkur við skemmtilega heimaæfingar.
Þjálfarar okkar munu halda áfram að vera í samskiptum við iðkendur í gegnum sportabler með heimaæfingar og hvetjum við ykkur til að heyra í þeim ef þið hafið spurningar sem varða æfingar sem hægt er að gera heima fyrir. 

Að lokum minnum við á að samkvæmt okkar færustu sérfræðingum þá er hreyfing, hollt matarræði og öndunaræfingar besta forvörnin gegn veirunni og hvetjum við ykkur því til að hlúa vel að ykkur sjálfum og börnunum ykkar. 

Með samhug og hlýju í hjarta! 
Forsvarmenn Stjörnunnar


 

Iðkendur

SkraIdkanda

Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer