Um félagið
stjarnan-header-1

karfa2

Upplýsingagjöf vegna samkomubanns

Upplýsingagjöf vegna samkomubannsAthyglisverður dagur að kvöldi kominn. Samkomubann tekur gildi frá og með næsta mánudegi og gildir í fjórar vikur. Áhrif þess á starfsemi Stjörnunnar verður töluverð. Nú þegar hafa nokkur sérsambönd frestað öllum viðburðum sem voru á dagskrá um helgina og hefur mótahaldi einnig verið frestað.Umf Stjarnan fékk þau fyrirmæli frá ÍSÍ, bæjaryfirvöldum og sérsamböndum tengdum félaginu að fara skuli eftir 4.gr auglýsingar um takmörkun á skólastarfi vegna farsótta. Þar kveður á um:

  • Ekki fleiri en 20 manns séu í sama rými og iðkendur blandist ekki milli hópa.
  • Skipuleggja skal æfingar/fundi/viðburði á þann hátt að tveir metrar séu á milli einstaklinga.


Mánudaginn 16. mars munu allar æfingar deilda falla niður vegna starfsdags. Dagurinn mun fara í það að skipuleggja framhaldið með forsvarsmönnum deilda þar sem áætlanirnar munu verða aðlagaðar fyrir hverja íþrótt fyrir sig.  Við munum síðan senda út tilkynningu í framhaldinu með skipulagi fyrir vikuna á foreldra og forráðamenn.Engar æfingar munu fara fram í íþróttamannvirkjum Umf Stjörnunnar um helgina og á mánudag.Athugið að í vinnslu eru leiðbeiningar til okkar varðandi samkomubannið og hvaða áhrif það mun hafa á  starfsemi íþróttafélaga og starfsemi í íþróttamannvirkjum. Það má því búast við því að málin skýrist og að svör fáist við mörgum spurningum yfir helgina.

Iðkendur

SkraIdkanda

Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer