Um félagið
stjarnan-header-1

karfa2

Baldvin Sturluson ráðinn fjármálastjóri UMF Stjörnunnar

Baldvin Sturluson hefur verið ráðinn fjármálastjóri UMF Stjörnunnar. Baldvin er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík. Baldvin hefur síðastliðin fjögur ár starfað sem starfsmaður á endurskoðunarsviði KPMG. Baldvin er uppalinn Stjörnumaður og var leikmaður Stjörnunnar í meistaraflokki karla í knattspyrnu til ársins 2014 auk þess sem hann hefur komið að þjálfun fyrir félagið.

Starf fjármálastjóra Stjörnunnar var auglýst í byrjun október sl. og bárust félaginu um 60 umsóknir. Ráðningarferlið annaðist sérsök valnefnd sem fór yfir umsóknir, tók viðtöl og lagði mat á hæfi umsækjenda. Í valnefndinni sátu framkvæmdastjóri félagsins, fulltrúi úr aðalstjórn félagsins og utanaðkomandi ráðgjafi. Með hliðsjón af reynslu Baldvins og þekkingu hans á fjármálum, rekstri, gerð og greiningu fjárhagsáætlana, auk þeirrar þekkingar sem hann hefur á starfsemi og rekstri íþróttafélaga var Baldvin ráðinn í starf fjármálastjóra UMF Stjörnunnar.

Við væntum mikils af störfum Baldvins og bjóðum hann velkominn til starfa.

Nýr fjármálastjóri

Iðkendur

SkraIdkanda

Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer