Um félagið
stjarnan-header-1

karfa2

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu fer fram í næstu viku víðsvegar um álfuna. Íþrótta- og Ólympíusambandið mun hefja vikuna formlega með #BeActive deginum 2018 sem haldinn verður í Laugardalnum nk. sunnudag, 23. september. Það verður mikið um að vera í Laugardalnum þennan dag þar sem hægt verður að koma og prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu svo sem Aqua zumba, rathlaup, frisbígolf, skylmingar, frjálsar íþróttir, skotfimi og stafgöngu svo fátt eitt sé nefnt. Svo verður Sirkus Íslands á svæðinu ásamt Leikhópnum Lottu og boðið verður upp á AVA drykk og Kraft súkkulaði.
Allar nánari upplýsingar má sjá á Facebook síðu viðburðarins: BeActive dagurinn 2018:  https://www.facebook.com/events/488461038338020/

Það væri gaman ef þið vilduð vera svo væn og deila þessum frábæra viðburði á Fésbókinni ykkar og svo auðvitað bjóða ykkar vinum að koma með fjölskylduna.

Við minnum einnig á að íþróttavikan er tilvalið tækifæri til að brjóta upp starfsemina og gera eithvað skemmtilegt í vikunni. Dæmi eru um að íþróttafélög ætli að bjóða upp á opnar æfingar í ákveðnum flokkum o.fl. Ef óskað er eftir því er hægt að auglýsa á beactive.is viðburði eða annað á ykkar vegum sem fellur inn í þema vikunna.

 

Með kveðju og von um góðar undirtektir

Iðkendur

SkraIdkanda

Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer