Stjarnan
stjarnan-header-1

Bikarmeistarar 2018

Íþróttahátíð Garðabæjar.

Íþróttahátíð Garðabæjar.

Síðastliðin sunnudag fór fram Íþróttahátíð Garðabæjar en átti Stjarnan fjölmarga fulltrúa þar. Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur og landsliðs-þátttöku en alls voru veitt yfir 300 verðlaun í þessum tveim flokkum sem er gott merki um það öfluga íþróttastarf sem á sér stað í bænum. 

Stærstu viðurkenningarnar voru fyrir lið ársins, íþróttakarl og konu ársins en einnig var endurvakin viðurkenning fyrir þjálfara ársins.

Stjarnan átti fulltrúa í öllum þessum flokkum og fór svo að stúlkurnar í meistaraflokki kvenna í hópfimleikum voru valdar sem lið ársins enda gerðu þær sér lítið fyrir í haust og vörðu Norðurlandameistaratitilinn ásamt því að vera deildar- og bikarmeistarar á árinu. 

Andrea Sif Pétursdóttir fyrirliði meistaraflokks kvenna í fimleikum var svo einnig valin íþróttakona Garðabæjar, en hún er sannarlega verðugur handhafi þessa titils en hún var meðal annars valin í úrvalslið Norðurlandamótsins fyrir frammistöðu sína á mótinu.

Halldór Ragnar Emilsson þjálfari í knattspyrnudeild Stjörnunnar var svo fyrir valinu á þjálfara ársins. En Halldór hefur þjálfað í Stjörnunni í rúm 15 ár og sinnt starfi sínu að mikilli ástríðu ásamt því að vera í forsvari fyrir TM mót knattspyrnudeildar sem er orðið ein stærsti viðburður ársins í barna- og unglingastarfi í knattspyrnu. 


Við í Stjörnunni erum einstaklega stolt af okkar fulltrúum og óskum öllum þeim sem fengu viðurkenningar innilega til hamingju. Íþróttakona Garðabæjar
Andrea Sif Pétursdóttir
Lið ársins 
Meistaraflokkur kvenna í hópfimleikum
Þjálfari ársins
Halldór R. Emilsson


 
UMF Stjarnan, Ásgarði, 210 Garðabær

Netfang: 
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

 


Iðkendur

SkraIdkanda

Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer