Hlaupahópur Stjörnunnar tekur þátt í Munchen maraþon.
Um 60 manns úr Hlaupahópi Stjörnunnar fara erlendis til að taka þátt í Munchen maraþon 2016 þann 9. október næstkomandi. Boðið er upp á 10, 21 og 42km vegalengdir og eru 11 frá Stjörnunni að taka þátt í maraþoni.
Munchen hlaupið er haldið ár hvert að hausti og er hlaupið á meðal þeirra stærstu sem haldin eru í Evrópu. Um 30 þúsund hlauparar taka þátt frá mörgum þjóðlöndum.
Fyrsta maraþonhlaupið í Munchen var hlaupið á Ólympíuleikunum árið 1972. Hlaupið er að mestu leyti á breiðum aðalgötum í borginni og liggur hluti leiðarinnar um miðbæinn. Hápunktur hlaupsins er þegar hlauparar fara í gegnum hliðið inn á sjálfan Ólympíuleikvanginn. Leiðin er að mestu flöt og því eru aðstæður ákjósanlegar til að ná góðum hlaupatíma.“
http://www.muenchenmarathon.de/en/