Nefndir
stjarnan-header-1

Nefndir

 Nefndir félagsins eru skipaðar af aðalstjórn og starfa í umboði hennar.

 

Afmælisnefnd

Nefndina skipa 5 menn. Nefndin er skipuð tímabundið tveimur árum fyrir heils tugar afmæli félagsins og lýkur störfum í lok afmælisárs. Verkefni nefndarinnar er að skipuleggja, undirbúa og annast hátíðarhöld vegna heils tugar afmælis félagsins í samráði við aðalstjórn.

Fjárlaganefnd

Nefndina skipa 3 menn, þar af einn tilnefndur af Garðabæ. Verkefni nefndarinnar er að vera ráðgefandi fyrir aðalstjórn félagsins og stjórnir deilda varðandi fjárhagsleg málefni og úrlausn vandamála af fjárhagslegum toga.

Mannvirkjanefnd

Nefndina skipa 3 menn, þar af einn tilnefndur af knattspyrnudeild Stjörnunnar. Verkefni nefndarinnar er að vera ráðgefandi fyrir aðalstjórn félagsins varðandi uppbyggingu og rekstur þeirra mannvirkja sem félagið hefur með höndum.

 

Sögunefnd

 Nefndina skipa 4 menn. Verkefni nefndarinnar er að safna og varðveita heimildir úr starfi félagsins. Þá skal nefndin undirbúa og annast útgáfu heimildarrita um starf félagsins.

 

Töflunefnd

Nefndina skipa 3 menn. Verkefni nefndarinnar er að vera aðalstjórn ráðgefandi um niðurröðun æfingatöflu félagsins. Nefndin skal í starfi sínu hafa samráð við stjórnir allra deilda félagsins.

 


 

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer