Útlit og merki félagsins
stjarnan-header-1

Útlit og merki félagsins

stjarnanlogobigengirstafir       

Merki Stjörnunnar

Allar upplýsingar um hvernig á að nota merki félagsins er að finna í vörumerkjahandbók félagsins 

 

Saga merkisins
Upphaflega Stjörnumerkið var hannað af Einari D. G. Gunnlaugssyni í vetrarbyrjun 1968, Einar var þá starfsmaður í versluninni Ingólfskjöri í Ásgarði. Einar starfaði sem sjálfboðaliði í knattspyrnudeild Stjörnunnar 1968 – 1969 og sat í stjórn deldarinnar um tíma.
Nokkrar mismunandi útgáfur af merkinu hafa verið notaðar í gegnum tíðina, óljóst er um uppruna þeirra og má segja að öll merkin séu byggð á upprunalega merkinu.

Núverandi Stjörnumerki var tekið í notkun árið 2007 í framhaldi af höfðinglegri gjöf Rótaryklúbbsins Garða til félagsins, en þá um vorið gaf klúbburinn Stjörnunni glæsilegan hátíðarfána og er núverandi merki unnið upp úr miðju fánans. Hönnuður merkisins er Ernst J. Backmann auglýsingateiknari.


 Reglugerð um merki UMF Stjörnunnar
1. gr. Merki UMF Stjörnunnar er eign félagsins og verndað að vörumerkjarétti. Markmið reglna þessara er að tryggja að samræmi sé í notkun merkis félagsins og að koma í veg fyrir misnotkun þess.

2. gr.
Merkinu er ætlað að vera hluti af ímynd félagsins bæði inn á við og út á við. Þannig er merkinu ætlað að stuðla að samstöðu milli deilda og félagsmanna.
Merkið skal notað og borið þannig að ekki sé varpað rýrð á það.
Óheimilt er með öllu að nota eða láta gera skrumskældar útgáfur merkisins.

3. gr.
Allir keppnis- og æfingabúningar á vegum félagsins skulu bera merki félagsins í samræmi við eftirfarandi ákvæði.

4. gr.
Merki félagsins er blátt ess (s) á hvítri stjörnu á bláum grunni. Litanúmer merkisins er Pantone Blue 072. Merkið er birt í réttri mynd hér að neðan.

5.gr.
Merkið skal staðsett á vinstra brjósti bæði á keppnis- og æfingagöllum eða í samræmi við reglur sérsambands um félagsmerki ef þær kveða á um annað.

6. gr.
Óheimilt er að nota merki félagsins í hvers konar atvinnuskyni eða auglýsingar án samþykki framkvæmdarstjóra félagsins.

7. gr.
Merki félagsins skal birt á heimasíðu félagsins í öllum helstu formötum.

8. gr.
Hver íþróttadeild skal fá samþykki aðalstjórnar félagsins á búningi sínum.

9. gr.
Framkvæmdastjóri félagsins getur heimilað frávik frá reglum þessum í samræmi við hefðir sem skapast hafa í samskiptum félaga í viðkomandi keppnisgreinum. Þetta á sérstaklega við þegar litagrunnur æfinga eða keppnisgalla er óheppilegur fyrir merkið í sinni réttu mynd.

10. gr.
Aðalstjórn UMF. Stjörnunnar er heimilt að láta framleiða vörur með merkinu, sem félagsmenn og aðrir geta keypt, svo sem barmmerki, bindisnælur, borðfána, penna o.s.frv. Framkvæmdastjóri getur heimilað deildum félagsins slíka framleiðslu.

11. gr.
Aðalstjórn U.M.F Stjörnunnar er heimilt að takmarka og jafnvel banna einstökum deildum eða einstaklingum notkun merkisins ef notkun þeirra á því samrýmist ekki ákvæðum reglna þessara og ekki er orðið við tilmælum um úrbætur.

12. gr.
Framanskráðar reglur má ekki skoða sem tæmandi um notkun og meðferð merkisins.

Vika 1 10 – 14 júní           5 vinnudagar

Vika 2 17 – 21 júní           4 vinnudagar + 17 júní

Vika 3 24 – 28 júní           5 vinnudagar

Vika 4 1 – 5 júlí                 5 vinnudagar

Vika 5 8 – 12 júlí               5 vinnudagar

Vika 6 15 – 19 júlí            leyfi í 5 daga

Vika 7 6 – 9 ágúst            4 vinnudagar + frídagur verslunarmanna

Vika 8 12 – 16 ágúst       3 vinnudagar

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer