Fyrirmynd
stjarnan-header-1

Fyrirmynd

Ungmennafélagið Stjarnan leggur mikla áherslu á að þjálfarar og aðrir þeir sem starfa með félaginu séu iðkendum ávallt til fyrimyndar


Ég er fyrirmynd!

 

  • Ég er stundvís. Ég gef mér tíma til að undirbúa æfingar, sækja bolta og önnur tæki fyrir iðkendur, ég kem upplýsingum til iðkenda og foreldra til skila á réttum tíma.

  • Ég er Stjörnumaður, ég er klæddur Stjörnumerktum fatnaði á æfingum,mótum og öðrum uppákomum á vegum Stjörnunnar s.s. foreldrafundum.

  • Ég kem fram af kurteisi við iðkendur, foreldra, mótherja og dómara á æfingum, í leikjum, á mótum og á fundum.

  • Ég gæti orða minna og forðast niðrandi ummæli og ég gæti fordómaleysis í garð iðkenda, foreldra og mótherja.

  • Ég tala ávallt tala vel um félagið og allar deildir þess en kem ábendingum um það sem betur má fara á framfæri til réttra aðila.

  • Ef þjálfari verður var við einelti í garð iðkenda af hálfu annarra iðkenda,foreldra eða annarra þjálfara ber honum að skerast í leikinn og koma málinu til réttra aðila, barna og unglingaráðs deildarinnar eða íþróttafulltrúa

  • Ég hrósa, hvet og efli einstaklinginn, og kenni iðkendum að taka mótlæti og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og með engum hætti brýt ég einstaklinginn niður og dreg úr sjálfstrausti hans.

  • Þjálfari skal í samráði við deildir leitast við að kynna sér nýjungar í þjálfun og efla og styrkja sig sem þjálfara.

  • Ég neyti aldrei, tóbaks, áfengis né annarra vímuefna á leikjum, í mótum eða þar sem barnungir iðkendur Stjörnunnar eru.

  • Ég er ein sterkasta fyrirmynd sem ungir krakkar hafa. Ég er til fyrirmyndar

 

 

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer