Handbolti
stjarnan-header-1
FB Cover Stjarnan
Gildi3

Nýr þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik

patti2

 

 

Nýr þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik
 
Patrekur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari handknattleiksliðs meistaraflokks karla hjá Stjörnunni í Garðabæ að loknu þessu keppnistímabili. Samið er við Patrek til þriggja ára. Öllu Stjörnufólki þykir mikill fengur í að fá þennan reynda þjálfara til liðs við félagið. Á þjálfaraferli sínum hefur hann gert tvö félagslið að Íslandsmeisturum, stýrt karlalandsliði Austurríkis með góðum árangri og verið við stjórnvölinn hjá liðum í Danmörku og Þýskalandi.
 
Patrekur Jóhannesson er uppalinn Stjörnumaður og Garðbæingur, lék með félaginu við góðan orðstír og þjálfaði karlalið þess árin 2008-2010.
 
„Ég hlakka til að taka á ný við þjálfarastarfi hjá Stjörnunni,“ segir Patrekur: „Félagið býr að fornri frægð í handbolta, ekki síst kvennaliðið, og hér eru mörg sóknarfæri. Ég lít á Stjörnuna eins og sofandi risa sem getur heldur betur látið að sér kveða. Liðið er nú þegar vel skipað undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Miklu máli skiptir að hlúa vel að unglingastarfinu þannig að börn í Garðabæ geti stundað íþróttina sér til ánægju og meistaraflokkar félagsins notið þess þegar fram í sækir. Ég hef verið svo heppinn að hafa stýrt tveimur liðum til sigurs á Íslandsmóti, Haukum og Selfossi. Á báðum stöðum var öflugt unglingastarf forsenda góðs árangurs.“
 
Patrekur tekur við góðu búi af Rúnari Sigtryggssyni sem lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar eftir yfirstandandi keppnistímabil en þar bíða krefjandi verkefni næstu mánuði Handknattleiksdeild Stjörnunnar þakkar Rúnari innilega vel unnin störf fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar. 
 
Pétur Bjarnason,
formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar.

Iðkendur

SkraIdkanda

Handbolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer