Handbolti
stjarnan-header-1
FB Cover Stjarnan
Gildi3

Handboltafjör 27.nóvember

Miðvikudaginn 27. nóvember er skipulagsdagur í grunnskólum Garðabæjar. Handknattleiksdeild Stjörnunnar býður upp á Handboltafjör í TM-höllinni þann dag.

 

Þjálfarar verða Hjálmtýr Alfreðsson og Brynhildur Bergmann, en þau eru bæði leikmenn meistaraflokks Stjörnunnar og þjálfarar 7. flokks karla og kvenna.

Þeim til aðstoðar verða iðkendur í 4. flokki Stjörnunnar.

 

Við bjóðum þátttakendur velkomna frá kl 8.45 á efri hæð TM-hallarinnar. Þar verðum við með aðstöðu fyrir nesti, spil og leik. Handbolti í sal verður frá kl 9.30-10.45 og aftur kl 12-13.15.Ekki er skilyrði fyrir því að vera skráður í handbolta, allir eru velkomnir. Skráning er hafin og fer fram í gegnum https://stjarnan.felog.is

Verð 4.500.-kr.

Ath. takmarkaður aðgangur verður á námskeiðið.

Iðkendur

SkraIdkanda

Handbolti - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer