Handbolti
stjarnan-header-1
FB Cover Stjarnan
Gildi3

Íþrótta og boltaskóli Stjörnunnar

Íþrótta og boltaskóli Stjörnunnar hefst laugardaginn 19. janúar. Skólinn er ætlaður börnum fædd árið 2013 og 2014. Lögð er áhersla á alhliða líkams- og hreyfiþroska sem hæfir þessum aldri og fást börnin við verkefni sem ögra þeim á jákvæðan hátt. Bolti verður með í mörgum æfingum og í hverjum tíma æfum við að sparka, kasta, grípa og drippla. Í skólanum förum við í ýmsa leiki þar sem börnin læra að fylgja fyrirmælum og vinna saman, einnig verða settar upp þrautabrautir þar sem þau æfa m.a. ýmis hopp, samhæfingu , jafnvægi, styrk , þol og ýmislegt fleira. Tekið verður mið af hreyfiþroskaprófum fyrir þennan aldur.

Foreldrar taka virkan þátt í tímunum og markmiðið er að hafa þetta skemmtilega samverustund.
J Í upphaf hvers tíma er frjáls tími með bolta í 7 mín þar sem börnin leika við foreldra sína og hita upp fyrir tímann. Tíminn sjálfur samanstendur af þrautabrautum, boltameðferð og leikjum. Í lok hvers tíma fá börnin hvíld og slökun og jafnvel mjúkar strokur frá mömmu/ pabba. J
         Tímarnir verða í Mýrinni á laugardögum kl. 10.00 – 11.00 og verða alls 10 skipti. Íþrótta og Boltaskólinn hefst laugardaginn 19. Janúar. Laugardagurinn 26 janúar fellur út vegna þorrablóts Stjörnunnar og laugardagurinn 23. febrúar fellur út vegna vetrarfrís . Síðasti tíminn verður 6. aprílLeiðbeinendur:         Siggeir Magnússon íþróttakennari og Þjálfari hjá handknattleiksdeild Stjörnunnar
                                     Guðný Gunnsteinsdóttir sjúkraþjálfari   (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. )

Skólinn kostar 18.500.- kr. Börn fimm ára og eldri eiga rétt á hvatapeningum frá Garðabæ. (fædd 2014 og eldri)
Skráning iðkenda fer fam á:
https://stjarnan.felog.is/
Takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði


fara efst

Iðkendur

SkraIdkanda

Handbolti - Næstu Viðburðir

Föstudagur 22. Mars Kl. 19:30
Vestmannaeyjar
Grill 66 deild KK, ÍBV - Stjarnan
----------------------------------------------------------------
Sunnudagur 24. Mars Kl. 19:30
TM - höllin
Olís deild KK Stjarnan - Grótta
----------------------------------------------------------------
Föstudagur 29. Mars Kl. 18:00
TM - höllin
Grill 66 deild KK, Stjarnan - Valur
----------------------------------------------------------------
Föstudagur 29. Mars Kl. 20:00
Framhús
Grill 66 deild KVK, Fram - Stjarnan
----------------------------------------------------------------
Sunnudagur 31. Mars Kl. 16:00
Höllin Akureyri
Olís deild KK, Akureyri - Stjarnan
----------------------------------------------------------------
Miðvikudagur 3. Apríl Kl. 19:30
Austurberg
Olís deild KK, ÍR - Stjarnan
----------------------------------------------------------------
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer