FRÉTTIR OG SAMFÉLAGSMIÐLAR
Kæra Stjörnufólk!
Markvörðurinn Chanté Sandiford er gengin til liðs við Stjörnuna, frá Haukum, og mun hún leika með liðinu næstu þrjú keppnistímabilin hið minnsta. Chanté er 31 árs gömul en hún kom fyrst hingað til lands árið 2015 þegar hún gekk til liðs við Selfoss þar sem hún lék í þrjú tímabil. Hún á að baki 36 leiki í efstu deild hér á landi og þá á hún að baki fimm landsleiki fyrir Guyana frá árinu 2016. Chanté er nú búsett á Íslandi og fann sér að sjálfsögðu heimili í Garðabæ.
Við bjóðum Chanté velkomna til okkar í Stjörnuna.
Skíni Stjarnan!





