Reglur fimleikahússins
stjarnan-header-1
Reglur fimleikahússins í Ásgarði

Allir
 • Matur er hvorki leyfður í fimleikasal né í búningsklefa. Neyta skal matar við borð í anddyri, þjálfarar mega einnig neyta matar í þjálfaraherbergi.
 • Berið virðingu fyrir starfsfólkinu í Ásgarði og fylgið ábendingum þeirra.
 • Ganga skal vel um húsið og áhöldin.
 • Tyggjó er ekki leyft í fimleikasalnum.

Iðkendur
 • Einungis er leyfilegt að vera með vatn í lokuðum brúsum/plastflöskum í fimleikasalnum.
 • Öll auka föt, skór og töskur eiga heima í búningsklefanum.
 • Ekki er tekin ábyrgð á verðmætum í klefunum. Í andyri eru læstir skápar sem iðkendur geti notað til að geyma verðmæti.
 • Fyrir æfingu skulu iðkendur setjast á bekki fyrir framan fimleikasalinn og bíða eftir þjálfara sínum.
 • Iðkendur skulu vera í æfingafatnaði og stúlkur með sítt hár skulu vera með teygjur í hárinu.
 • Ekki fara á nein áhöld án þess að spyrja þjálfarann ykkar um leyfi.
 • Einn í einu á stóru trampólínunum, nema þjálfari taki annað fram.

Þjálfarar
 • Notið einungis þau áhöld sem þið hafið tekið frá fyrir ykkar hópa.
 • Gangið frá áhöldunum með ykkar hópum, þegar æfingu er lokið.
 • Einungis er leyfilegt er að vera með drykki í lokuðum brúsum/plastflöskum í fimleikasalnum. Gos eða aðrir slíkir drykkir skulu ekki vera sýnilegir.
 • Sýnið iðkendum virðingu og gagnrýnið á uppbyggilegan hátt.
 • Munið að þjálfarar eru fyrirmynd iðkenda.
 • Þjálfarar eiga að vera í þjálfarabolum við þjálfun.

Foreldrar
 • Vinsamlegast fylgist með æfingum fyrir utan glerið. Á hverri önn verða tvær opnar vikur, þar sem foreldrum verður boðið að fá sér sæti í stúkunni og fylgjast með æfingum.
 • Búningsklefar við fimleikasal: Vinsamlegast farið ekki inn í búningsklefa nema brýna nauðsyn beri til og alls ekki inn í klefa hjá gagnstæðu kyni. Eldri krakkarnir eru oft að nota sturturnar þegar þau yngri eru að byrja eða enda æfingu.
 • Búningsklefi 4 í gamla húsi: Yngstu stelpurnar eru í búningsklefa 4 í gamla húsi. Foreldrum er velkomið að aðstoða stelpurnar í þessu klefa.
 • Ef þið þurfið að aðstoða barnið við að klæða sig er ykkur velkomið að nota búningsklefa 4 í gamla húsi.

 

 

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg