Keppnisfatnaður
stjarnan-header-1

Keppnisfatnaður

Samkvæmt reglum fimleikadeildarinnar skulu iðkendur klæðast keppnisfatnaði fimleikadeildarinnar þegar keppt er á Haustmóti, Þrepamóti og Bikarmóti FSÍ og þegar keppt er í liðum á vinamótum. Miðað er við að frjáls fimleikabolur sé leyfður á Íslandsmeistaramótum FSÍ og öðrum vinamótum þar sem iðkendur keppa einstaklingskeppni. Þjálfara gefa þó út nánari upplýsingar fyrir hvert mót.

 

Fyrir stúlkur sem keppa í 5. þrepi og neðar í áhaldafimleikum er keppnisbolurinn blár einlitur fimleikabolur með stuttum ermum. Fyrir stúlkur sem keppa í 4. þrepi og ofar er keppnisbolurinn síðerma og blár og hvítur.

 

Í hópfimleikum keppir 2. flokkur og ofar í heilgalla, en 3. flokkur og neðar í bláa einlita fimleikabolnum með stuttum ermum og svörtum leggings. 

 

Piltar keppa í buxum og bol frá Henson.

 

Allur keppnisfatnaður er til sölu hjá fimleikadeildinni. Hægt er að hafa samband við Ágústu Jóhannesdóttur gsm 894-2230  sem sér sölu á þessum vörum.

 

Keppnisbúningur - verð: 

 

Heilgalli fyrir hópfimleika kostar 28.000 -kr.

 

Ermalaus Stjörnufimleikabolur kostar 8.500 -kr. (keppendur í 5. þrepi og neðar)


Langerma Stjörnufimleikabolur kostar 17.500-kr. (keppendur í 4. þrepi og ofar)

 

Hárteygja í stíl: 1,000 kr

 

Svartar leggings: 4,500 kr.


Sameiginlegur utanyfirgalli
Allar deildir Stjörnunnar er í sameiginlega utanyfirgalla.  

Er kominn í sölu í verslun Jako, smiðjuvegi 74 gul gata Kópavogi.

 

 

 

 

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer