Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Reykjavik International Games (RIG)

Reykjavik International Games (RIG) í áhaldafimleikum var haldið laugardaginn 24.janúar í Laugabóli í umsjón fimleikadeildar Ármanns. 

Keppt  var í frjálsum æfingum og sendi Stjarnan 3 stúlkur til keppni. 

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Ísey Sævarsdóttir kepptu í stúlknaflokki og Helga María Sigurðardóttir í unglingaflokki. Stúlkurnar stóðu sig allar mjög vel og sópuðu til sín verðlaunum.

Hildigunnur varð í 1.sæti í stökki, 3.sæti á tvíslá og 3.sæti í fjölþraut. 

Ísey lenti í 3.sæti a stökki, 1.sæti á jafnvægisslá og 2.sæti í gólfæfingum.

Helga María varð í 3.sæti á stökki og 3.sæti á jafnvægisslá.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá ungu fimleikastúlkunum okkar í Stjörnunni. 

Framtíðin er björt.

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg