Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Fullorðinsfimleikar - Halastjörnur

Hefur þig alltaf langað til að prófa fimleika?

Nú er tækifærið. 

 

Seinasta miðvikudag 14.janúar fór fram opin æfing í Halastjörnunum-fullorðinsfimleikum.

Það var frábær mæting og virkilega gaman að sjá hvað allir skemmtu sér vel, tala nú ekki um hæfileikana sem fólkið leyndi á sér. Teknar voru myndir enþví miður þá hurfu þær þegar átti að fara vinnna með þær sem þýðir að þið þurfið að mæta á næstu æfingu til að upplifa stemminguna.

Skráning í fullum gangi á stjarnan.felog.is.

 

Fimleikadeild Stjörnunnar býður uppá fullorðinsfimleika á miðvikudagskvöldum.
Tímarnir eru ætlaðir öllum, ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn í íþróttum til að mæta í tímana.

Æfingar eru einu sinni í viku frá klukkan 20:30-22:00 á miðvikudagskvöldum. 
Þjálfari er Aníta Líf menntaður íþróttafræðingur og hefur stundað og  þjálfað fimleika í fjölda ára

Allir geta mætt í einn prufutíma á eigin ábyrgð sem vilja, ekki þarf að skrá sig sérstaklega.

Fyrsti tíminn er 21.janúar og áætlað að lokatíminn sé 8.apríl. 
Eru þetta 12 skipti samtals.

Tímarnir eru uppbyggðir:

30 mín upphitun 
30 mín Fimleikaæfingar
30 mín styrktaræfingar

Verð:  27.000 kr. og skráning fer fram í gegnum stjarnan.felog.is og heitir námskeiðið Halastjörnur.

Hlökkum til að sjá Þig!!!!!!

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg