Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Halastjörnur- Fullorðinsfimleikar Opinn tími miðvikudaginn 14.janúar 2015

Hefur þig alltaf langað til að prófa fimleika?

Nú er tækifærið. 

 

Fimleikadeild Stjörnunnar býður uppá fullorðinsfimleika á miðvikudagskvöldum.
Tímarnir eru ætlaðir öllum, ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn í íþróttum til að mæta í tímana.


Æfingar eru einu sinni í viku frá klukkan 20:30-22:00 á miðvikudagskvöldum. 
Þjálfari er Aníta Líf menntaður íþróttafræðingur og hefur stundað og  þjálfað fimleika í fjölda ára

Miðvikudaginn 14.janúar er opinn prufutími þar sem allir geta mætt sem vilja, ekki þarf að skrá sig sérstaklega.

Fyrsti tíminn er 21.janúar og áætlað að lokatíminn sé 8.apríl. 
Eru þetta 12 skipti samtals.


Tímarnir eru uppbyggðir:

30 mín upphitun 
30 mín Fimleikaæfingar
30 mín styrktaræfingar

Verð:  27.000 kr. og skráning fer fram í gegnum stjarnan.felog.is og heitir námskeiðið Halastjörnur.


Hlökkum til að sjá ykkur.Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg