Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Fimleikafólk ársins 2014

Í gær var Fimleikafólk ársins 2014 valið á vegum Fimleikasambands Íslands:

Í 3. sæti í vali á Fimleikakona ársins var Kolbrún Þöll Þorradóttir frá Stjörnunni. Við erum ákaflega stolt af henni og óskum henni innilega til hamingju með árangurinn.

 

Umsögn á heimasíðu FSÍ:
Kolbrún Þöll er 15 ára fimleikakona úr Stjörnunni sem vann í ár til bronsverðlauna á Evrópumóti unglinga í hópfimleikum, hún var fyrirliði stúlknaliðsins og stökk allar umferðir liðsins bæði í undankeppni og úrslitum. Kolbrún býr yfir miklum hæfileikum og framkvæmir stökk með miklu erfiðleikagildi af mikilli fágun og góðri tækni. Hún hefur vakið athygli fyrir að nálgast sín verkefni af mikilli yfirvegun, gleði og með brosi á vör. Á ný afstöðnu Evrópumóti vann hún sér sæti í úrvalsliði mótsins "All stars team". Kolbrún vann sér þannig sæti í liði þeirra sex bestu, ein keppanda úr unglingaliðum mótsins og langyngst. Með þeim árangri skákaði hún mörgum af bestu hópfimleikakonum Evrópu og er ljóst að hún mun fara fyrir Íslandi í keppni á komandi árum.


Kvennalandsliðið í hópfimleikum var valið lið ársins fyrir frábæran árangur á Evrópumótinu sem haldið var í október fyrr á þessu ári, en það lenti í 2.sæti. Stjarnan átti 4 fulltrúa í liðnu. Við óskum þeim stúlkum innilega til hamingju með árangurinn en það eru þær:

 

Andrea Sif Pétursdóttir
Hulda Magnúsdóttir
Sara Margrét Jóhannesdóttir
Þórey Ásgeirsdóttir


Daði Snær Pálsson kom nýverið til starfa hjá okkur en hann lenti í 3.sæti í vali á Fimleikamanni ársins. Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn.

Nánari frétt er að finna á heimasíðu Fimleikasambands Íslands:

http://fimleikasamband.is/index.php/frettaveita/frettir/item/517-fimleikaf%C3%B3lk-%C3%A1rsins-2014

 

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg