Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Haustmót Fimleikasambands Íslands

 

 

 

 

Helgarnar 17.-18. nóvember og laugardaginn 25. nóvember fór fram Haustmót Fimleikasambands Íslands. Á fyrri hluta mótsins var keppt í 3. og 4. flokki og í drengjaflokkum, en sá hluti mótsins var haldinn í Ásgarði. Stjarnan átti 2 lið í 4. flokki, 2 lið í 3. flokki, 2 lið í yngri drengjaflokkum og 1 lið í eldri drengjaflokki. 


Í 4. flokki varð Stjarnan 1 í 6. sæti og endar þar með í A-deild fyrir þetta tímabil. Stjarnan 2 varð í 14. sæti og lendir þar með í B-deild fyrir þetta tímabil. Alls voru 27 lið að keppa á þessu móti og því verða 4 deildir að keppa á þessu keppnistímabili, frá A-deild niður í D-deild.

Í 3. flokki varð Stjarnan 1 í 2. sæti af 22 liðum, en Stjarnan 2 varð í 9. sæti. Stjarnan 1 lendir því í A-deild fyrir tímabilið og Stjarnan 2 í B-deild, en það verða 3 deildir i þessum aldursflokki, A- B og C.

Í drengjakeppninni átti Stjarnan 2 lið á palli í yngri flokki, þar sem Stjarnan 1 var í 2. sæti og Stjarnan 2 varð í 3. sæti. Í flokki eldri drengja átti Stjarnan sigurliðið og voru þeir rúmlega 7 heilum stigum á undan næsta liði og sigruðu því með miklum yfirburðum.

Seinni hluti Haustmótsins fór fram á Selfossi, laugardaginn 25. nóvember. Þar var keppt í 1 og 2. flokki. Þar átti Stjarnan líka 2 lið í hverjum aldursflokki kvenna, 2 lið í 2. flokki og og 2 lið í 1. flokki. Þá átti Stjarnan 1 lið í 1. flokki karla og var jafnframt eina liðið sem keppti í þeim flokki.

Í 2. Flokki varð Stjarnan 1 í 4. sæti og Stjarnan 2 í 7. sæti, en þar með eru bæði liðin í A-deild fyrir veturinn, sem er frábær árangur. Í 1. flokki sigraði Stjarnan 1 í kvennaflokki og Stjarnan 1 í karlaflokki. Þessi lið eru bæði að reyna að komast á Norðurlandamót Juniora í Finnlandi í apríl og því skiptir árangur á mótum vetrarins máli. Stjarnan 2 keppti sem gestir á mótinu en stóðu sig vel.

Í heildina átti Stjarnan gott Haustmót og við erum spennt fyrir áframhaldandi æfingum.

Áfram Stjarnan!

 

t1a haust-min

 

t2a haust-min

 

t4b haust-min

 

t3a-haust-min

 

t3b haust-min

 

t4a haust-min

 

t1b haust-min

 

t2b haust-min

 

S1 haust-min

 

S2-3-4-min

 

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg