Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Stjarnan kvennalið Norðurlandameistarar í annað sinn!

Norðurlandameistarar 2017

Stjarnan kvennalið Norðurlandameistarar í annað sinn!

Síðastliðna helgi fór fram Norðurlandamót í hópfimleikum í Lund í Svíþjóð.

Stjarnan átti þar tvö lið, í flokki blandaðra liða og í flokki kvennaliða.

Keppnin í flokki blandaðra liða fór fram um morguninn og þar áttu krakkarnir ágætan dag, en nokkuð var um hnökra á dýnunni sem kostaði þau dýrmæt stig.

Liðið endaði í 8. sæti eftir daginn og tekur með sér mikla reynslu frá þessu móti.

 

mix 2017

Kvennakeppnin fór fram eftir hádegið og var Stjarnan í harðri og spennandi baráttu við lið Vikingarna frá Svíþjóð. Lokamínúturnar voru æsispennandi og endaði lið Stjörnunnar sem Norðurlandameistarar, annað skiptið í röð.

Innilega til hamingju með árangurinn, kæru iðkendur og þjálfarar!

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg