Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

GK meistaramótið í áhaldafimleikum 2016 - tvenn verðlaun til Stjörnunnar

GK meistaramótið 2016 fór fram í dag í húsakynnum Bjarkanna. Á mótinu er keppt í frjálsum æfingum og keppa stúlkurnar í þremur flokkum. Átti Stjarnan enn fulltrúa í kvennaflokki: Guðrúnu Georgsdóttur, tvo í unglingaflokki: Helgu Maríu Sigurðardóttur og Söru Sóley Jancovich og fjórar í stúlknaflokki: Kötlu Georgsdóttur, Mörtu Dan J. Þorláksdóttur, Sigríði Svövu Kristinsdóttur og Úlfhildi Örnu Unnarsdóttur. Allar stúlkurnar stóðu sig frábærlega, en þær yngstu voru að keppa í fyrsta sinn í frjálsum æfingum í dag. 

13120878 10209229220358278 556830305 o

Á mótinu sýndi Guðrún Georgsdóttir frábærar æfingar á tvíslá og lenti í 3. sæti og Úlfhildur Arna Unnarsdóttir fékk einnig bronsverðlaun, en fyrir æfingar á slá. Við óskum öllum stúlkunum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með gott mót - þær voru Stjörnunni til sóma.

13112494 10209229219878266 380963696 o

13106728 10209034202757324 208845019 o

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg