Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Stjarnan Ponsumeistari 2016!

Ponsumótið 2016 fór fram á sumardaginn fyrsta. Um er að ræða árlegt vinamót Stjörnunnar, Bjarkanna og Fimleikafélags Keflavíkur þar sem allra yngstu iðkendurnir í áhaldafimleikum fá að spreyta sig og taka sín fyrstu skref í keppni. Mótið í ár fór fram í Keflavík og sendi Stjarnan yfir 100 stúlkur til keppni.

Gerði lið Stjörnunnar í Ponsuæfingum A sér lítið fyrir og sigraði mótið og urðu þar með Ponsumeistarar 2016. Þá varð Emma Dís Kristinsdóttir úr Stjörnunni Ponsumeistari 2016, en þann titil hlýtur stigahæsta stúlkan á mótinu.

Í 6. og 7. þrepi lentu lið Stjörnunnar í 2. sæti, en í 8. þrepi keppa yngstu stúlkurnar, og fóru þær allar heim með verðlaunapening.

Nota

PonsuA- 1 st place

7 level -2nd place

7 level -2nd place

Við óskum stúlkunum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með framúrskarandi árangur á Ponsumótinu. Framtíðin er svo sannarlega björt fyrir Stjörnuna!

 

 

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg