Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Stjarnan Íslandsmeistari í hópfimleikum 2016!

Kvennalið Stjörnunnar tryggði sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í hópfimleikum 2016 og varði þar með titilinn frá því í fyrra. Keppnin var eiturhörð, en Stjarnan tryggði sér titilinn með stórkostlegum æfingum á trampólíni. Stjarnan var stigahæst á dýnu og á trampólíni, en heildarstig liðsins voru 58.250. Kvennalið Stjörnunnar er nú handhafi allra helstu verðlaunanna í hópfimleikum á árinu 2016, en auk þess að vera Íslandsmeistari er liðið Bikarmeistarar, Deildarmeistarar og Norðurlandameistarar. Við óskum nýkrýndum Íslandsmeisturum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur í kvöld og á keppnistímabilinu öllu!

13052642 10208387318335047 983564076 o

Blandað lið Stjörnunnar tók einnig þátt og stóð sig frábærlega á mótinu, en liðið lenti í 2. sæti á mótinu með 51.250 stig, en liðið lenti í 2. sæti á öllum áhöldum. 

Á morgun, laugardag, verður keppt til úrslita á einstökum áhöldum. 

Úrslit mótsins má nálgast hér: http://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/273

 

 

 

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg