Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Íslandsmót í áhaldafimleikum 2016 - Hildigunnur Ýr í úrslit á stökki

Íslandsmótið í áhaldafimleikum 2016 fór fram um helgina í húsakynnum Ármenninga við Laugarból. Á laugaradag var keppt í fjölþraut og átti Stjarnan þrjá keppendur: Guðrúnu Georgsdóttur sem keppti í kvennaflokki og þær Helgu Maríu Sigurðardóttur og Hildigunni Ýr Benediktsdóttur sem kepptu í unglingaflokki. Stúlkurnar stóðu sig allar frábærlega og voru Stjörnunni til sóma. Á myndinni eru þær Guðrún og Helga María að lokinni keppni (því miður var Hildigunnur farin þegar myndin var tekin).

12941003 10208833234933254 1614990512 o

Hildigunnur Ýr í úrslitum á stökki

Á sunnudag var keppt um Íslandsmeistartitilinn á einstökum áhöldum og komst Hildigunnur Ýr í úrslit á stökki. Við óskum henni innilega til hamingju með það, en þótt hún hafi ekki lent á palli er stórt afrek að komast í úrslit á áhöldum á Íslandsmóti í frjálsum æfingum. Ekki síst þar sem þetta var fyrsta Íslandsmót Hildigunnar þar sem hún keppir í frjálsum æfingum.

hildigunnur

Úrslit mótsins má nálgast hér: http://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/260

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg