Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Þrír bikarmeistaratitlar til Stjörnunnar um helgina

Bikarmót unglinga í hópfimleikum fór fram um helgina í húsakynnum Gerplu. Stjarnan sendi 12 lið til keppni, hreppti þrjá bikarmeistaratitla og hlaut fjömörg önnur verðlaun á mótinu. 
IMG 0462

12803003 441495356053680 9068105944328441090 n

Karlalið Stjörnunnar varð bikarmeistari í 1. flokki með 42.350 stig. Hreppti eldra lið drengja (KKe) bikarmeistaratitilinn í 2. flokki með 28.432 stig og yngra  lið drengja (KKy) lenti í þriðja sæti í sínum flokki með 26.550 stig.
11148387 10153304453086646 1339085198895871648 o
Í 2. flokki kvenna varð Stjarnan A bikarmeistari með 46.066 stig, auk þess sem Stjarnan B hreppti þriðja sætið í sama riðli með 42.533 stig. Þá lenti Stjarnan C í fyrsta sæti í B riðli í 2. flokki með 41.299, en liðið var stigahæst á öllum áhöldum í sínum riðli.

12794735 10153306408256646 8993706623925564039 o
Í 4. flokki kvenna lenti Stjarnan A í 2. sæti með 35.532 stig. 

12805924 10207679784848549 3293541307717135147 n

Við óskum öllum keppendum til hamingju með frábæra frammistöðu um helgina!

Úrslit mótsins má nálgast hér: http://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/244

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg