Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Þrepamót 2 - Stjörnustúlkur stóðu sig frábærlega!

Þrepamót 2 á vegum FSÍ fer fram um helgina, en mótið er haldið í Versölum í húsakynnum Gerplu. Stjarnan sendi átta stúlkur til keppni í 3. þrepi sem fram fór í morgun, en keppt var í þremur aldurshópum. Stúlkurnar stóðu sig allar með prýði og komu heim með fjöldann allan af verðlaunum í Garðabæinn. 

12596936 10153914366433844 679114995 o

Í aldursflokknum 11 ára og yngri lenti Úlfhildur Arna Unnarsdóttir í 2. sæti með 58.868 stig, en hún hlaut jafnframt verðlaun fyrir 3. sæti á slá og á gólfi. Í sama aldursflokki lenti Sigríður Svava Kristinsdóttir í 5. sæti í fjölþraut og í 3. sæti á tvíslá.
Í aldursflokknum 12 ára sigraði Marta Dan J. Þorláksdóttir með 57.534 stig, en hún lenti jafnframt í 1. sæti á gólfi og 3. sæti á tvíslá. Í sama flokki hreppti Halldóra Sara Guðmundsdóttir 2. sætið á gólfi. 
Í aldursflokknum 13 ára og eldri lenti Sara Sóley Jankovich í 2. sæti með 58.168 stig, en hún hreppti jafnframt gullverðlaun á stökki og á tvíslá og silfurverðlaun á slá. 

12699014 10153914366668844 428256342 o

Við óskum öllum stúlkunum til hamingju með frábæra frammistöðu!

Nánari upplýstingar um úrslit má nálgast á:
http://live.sporteventsystems.se/Score/WebScore/238Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg