Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Tilnefndar sem lið ársins

Fimm konur og fimm karlar bítast um titilinn íþróttamaður ársins 2015. Þetta er í annað sinn sem kynjaskipting er jöfn á lista tíu efstu í kjörinu en það gerðist í fyrsta sinn í fyrra. Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson hlaut þá nafnbótina og hefur tækifæri til þess að hljóta hana að nýju þegar Samtök íþróttafréttamanna kveða upp úrskurð sinn 30. desember.

 

Knattspyrna, frjálsar íþróttir, sund, kraftlyftingar, handknattleikur og körfuknattleikur eiga fulltrúa í ár, en þetta er í 60. sinn sem íþróttamaður ársins er kjörinn. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og Fanney Hauksdóttir, Evrópumeistari í kraftlyftingum, eru í fyrsta sinn á lista tíu efstu íþróttamanna.

Aðrir á listanum eru Aníta Hinriksdóttir fyrir frjálsar íþróttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir fyrir sund, Guðjón Valur Sigurðsson handknattleiksmaður, Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður, Helgi Sveinsson frjálsíþróttamaður, Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona og Sara Björk Gunnarsdóttir.

Samhliða kjöri á íþróttamanni ársins eru lið og þjálfari ársins valin. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu og körfuknattleik eru tilnefnd sem lið ársins ásamt kvennaliði Stjörnunnar í hópfimleikum. Knattspyrnulandsliðið tryggði sig í fyrsta sinn inn á stórmót en körfuknattleiksliðið tók þátt í sínu fyrsta stórmóti á árinu. Stjarnan varð hins vegar Norðurlandameistari í hópfimleikum.

Handknattleiksþjálfararnir Alfreð Gíslason og Þórir Hergeirsson hljóta tilnefningu til þjálfara ársins ásamt Heimi Hallgrímssyni þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu. Alfreð þjálfar þýska liðið Kiel sem varð þýskur meistari í ár. Þórir gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum á síðasta ári.

Það skal tekið fram að kjörið fór fram áður en Þórir gerði Noreg að heimsmeisturum sl. sunnudag en afrek hans að gera Noreg að Evrópumeistara 2014 telur í kjörinu nú.

http://ruv.is/frett/helmingur-tilnefndra-konur

 

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg