Fimleikar
stjarnan-header-1
Fimleikar
Gildi3

Krílatímar hefjast 17. janúar

Búið er að opna fyrir skráningu í Krílatíma fyrir vorönn 2016.

Skráning fer fram í gegnum https://stjarnan.felog.is/

Krílatímar eru fyrir börn fædd 2011, 2012 og 2013.

Krílatímarnir hefjast 17. janúar og eru þetta 12 skipti. Það verða því tímar 17/1, 24/1, 31/1, 7/2, 14/2, 21/2, 28/2, 13/3, 20/3, 3/4, 10/4 og 24/4 að öllu óbreyttu.

En tímar falla niður 6/3 vegna Bikarmóts og 27/3 á Páskadag og 17/4.

Hóparnir skiptast upp eftir fæðingaári barnsins 2011 og 2012/2013. 

Hópur

Sunnudagur

2012/2013

9:30-10:15

2011

10:30-11:15


Ása og Björg íþróttafræðingar munu sjá um tímana ásamt hópi aðstoðarþjálfara.

Ætlast er til þess að foreldrar fylgi börnunum í tímanum og taki þátt. Því er nauðsynlegt að mæta í íþróttafatnaði. 

Óskað er eftir því að systkini séu heima og einungis þau börn sem eru skráð mæti í tímana.

Ganga þarf frá greiðslu til að geta mætt í fyrsta tímann í gegnum stjarnan.felog.is. Verðið er 19.800 kr. og hægt er að greiða með greiðsluseðli sem kostar 390 kr. 

Tekið verður á móti ykkur í andyrinu í Ásgarði og þurfa allir að koma og láta merkja við sig áður en gengið er inní salinn. Mætið því tímanlega.

Hægt er að skipta um föt í kvennaklefanum en feður og afar eru vinsamlegast beðnir um að fara ekki þangað inn. Ef karlkyns forráðamaður þarf að aðstoða börnin við fataskipti er hægt að fara í klefa 4 á gamla ganginu.

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát á nýju ári.

Iðkendur

SkraIdkanda

Fimleikar - Næstu Viðburðir

Enginn viðburður skráður
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer
UA_red_1.jpg